Svíþjóð „Okkur líður vel í Svíþjóð og höfum komið okkur vel fyrir“

  • 4. desember 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Viðtal við Daníel Inga og Berglindi Rósu
Blaðamenn Eiðfaxa voru viðstaddir haustráðsstefnu samtaka íslenska hestsins í Svíþjóð (SIF) um síðastliðna helgi. Hátíðin var viðamikil að þessu sinni þar sem 50 ára afmæli SIF var fagnað.

Tækifærið var nýtt til þess að taka viðtöl við fólk sem var viðstadd hátíðina og við byrjum á því að sýna viðtal sem tekið var við þau Daníel Inga Smárason og Berglindi Rósu Guðmundsdóttur.

Þau hafa nú verið búsett í Svíþjóð frá því árið 2013 og eiga sinn eigin búgarð sem staðsettur er ekki ýkja langt frá Uppsala. Í viðtalinu fara þau yfir stöðuna í Svíþjóð, muninn á því að vera tamningamaður og reiðkennari þar í landi eða á Íslandi.

Viðtalið við þau má horfa á í spilaranum hér að neðan.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar