„Fór eftir Landsmótið 2000 og ætlaði að vera hér í smá tíma“
Blaðamenn Eiðfaxa voru viðstaddir haustráðsstefnu samtaka íslenska hestsins í Svíþjóð (SIF) sem fram fór í lok nóvember. Hátíðin var viðamikil að þessu sinni þar sem 50 ára afmæli SIF var fagnað.
Tækifærið var nýtt til þess að taka tali hestamenn sem viðstaddir voru hátíðina og nú birtum við viðtal við Hjalta Guðmundsson sem hefur verið búsettur í Svíþjóð síðan í kringum aldamótin. Hann kemur að hestamennsku frá mörgum hliðum en hann starfar nú helst sem járningamaður og kennir járningar við Háskólann í Wången í Svíþjóð.
Í viðtalinu segir hann m.a. frá sínu persónulega lífi, af hverju hann flutti til Svíþjóðar og hvað haldi honum þar, auk þess að fara yfir stöðuna á hestamennskunni þar í landi og heima á Íslandi.
„Við skuldum Íslandsmóti að gera þessa tilraun“