Meistaradeild KS í beinni á EiðfaxaTV
Sigurlína Erla Magnúsdóttir, Magnús Benediktsson og Sædís Bylgja Jónsdóttir við undirritun samningsins
Forsvarsmenn EiðfaxaTV og Meistaradeildar KS í hestaíþróttum hafa undirritað samning um beinar útsendingar frá deildinni næsta vetur.
Meistaradeild KS fer fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og hefst deildin þann 11. febrúar á keppni í fjórgangi.
Dagskrá deildarinnar:
- 11. febrúar – fjórgangur
- 25. febrúar – slaktaumatölt
- 13. mars – fimmgangur
- 25. mars – gæðingalist
- 12. apríl – PP1 og 150 m. skeið
- 17. apríl – T1 og skeið
Deildin bætast við vetrardagskrá EiðfaxaTV sem er nú farin að taka á sig mynd og verður nóg um að vera á næsta ári.
HÉR ER HÆGT AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ EIÐFAXA TV
Ef einhverjar spurningar vakna eða þú þarft aðstoð vegna kaupa á áskrift þá getur þú sent okkur tölvupóst á help@eidfaxitv.is.
Meistaradeild KS í beinni á EiðfaxaTV
„Okkur líður vel í Svíþjóð og höfum komið okkur vel fyrir“
„Við skuldum Íslandsmóti að gera þessa tilraun“