Hestamannafélagið Sleipnir fyrirmyndarfélag ÍSÍ
Bryndís Guðmundsdóttir, Anna Björg Níelsdóttir, Elísabet Sveinsdóttir og Berglind Sveinsdóttir frá Sleipni og Hafsteinn Pálsson frá ÍSÍ.
Þann 10.desember var haldið sjálfboðaliðakvöld í Hliðskjálf á Selfossi þar sem öllum þeim sjálfboðaliðum sem unnið hafa fyrir félagið á árinu var boðið. Kvöldið var hið skemmtilegasta þar sem borinn var fram smáréttahlaðborð frá Kjötbúrinu en þeir hafa verið öflugur styrktaraðili félagsins. Skemmtiatriði og Pub-Quiz sem stjórnað var að Hjörvari Ágústssyni. Með þessu vildi hestamannafélagið sýna þakklæti fyrir öll þau störf sem sjálfboðaliðar hafa unnið.
Hestamannafélaginu Sleipni var jafnframt veitt viðurkenning frá ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag.
Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ veitti Berglindi Sveinsdóttur formanni Sleipnis viðurkenninguna.

Berglind Sveinsdóttir formaður Sleipnis og Hafsteinn Pálsson úr framkv.stjórn ÍSÍ
Hestamannafélagið Sleipnir fyrirmyndarfélag ÍSÍ
„Okkur líður vel í Svíþjóð og höfum komið okkur vel fyrir“
„Við skuldum Íslandsmóti að gera þessa tilraun“