Námskeið í hestabæklun og lífhreyfifræði

  • 12. janúar 2026
  • Fréttir

Dr. Jenny Hagen. Ljósmynd: Aðsend

Dagana 1. og 2. maí 2026 verður haldið metnaðarfullt og alþjóðlegt námskeið í hestabæklun (e.orthopedics) og lífhreyfifræði (e.biomechanism) á Eldhestum í Ölfusi. Kennari er Dr. Jenny Hagen, dýralæknir og einn fremsti sérfræðingur Evrópu á sviði lífhreyfifræði, stoðkerfisfræða og endurhæfingar hesta.

Námskeiðið er opið öllum áhugasömum, en hentar sérstaklega vel fyrir dýralækna, járningamenn, reiðkennara, þjálfara, tamningamenn, hestameðferðaraðila og ekki síður metnaðarfulla hestaeigendur sem vilja dýpka skilning sinn á hreyfingum, heilbrigði og samspili hófa og líkama hestsins. Kennslan fer fram á ensku.

Yfirlit yfir dagskrá

Föstudagur 1. maí (kl. 9:00–17:00)
Fyrri hluti dagsins fer í fræðilega fyrirlestra þar sem meðal annars verður fjallað um:

  • Efri hluta stoðkerfisins og hvernig háls, bak og mjaðmir hafa áhrif á hreyfigæði og hófform

  • Starfrænt mat og greiningu á sársauka

  • Skekkju, hliðarhneigð og halta – lykilmun og betri greiningu

Eftir hádegishlé verður verkleg kennsla, þar sem unnið verður með 1–2 hesta. Þar fer fram starfrænt mat og settar verða upp einstaklingsmiðaðar áætlanir um þjálfun, meðferð og járningu.

Laugardagur 2. maí (kl. 9:00–17:30)
Dagurinn hefst á:

  • Starfrænni útlimasundurgreiningu

  • Umfjöllun um sinameiðsli, orsakir þeirra, lífhreyfifræði, gróanda og meðferð

Eftir hádegi verður fjallað um hreyfiþroska og hreyfilífeðlisfræði, auk verklegra sýninga þar sem kenndar verða meðal annars:

  • Hreyfanleika- og losunaraðferðir

  • Myofascial-tækni

  • Æfingar fyrir kjarnastyrk og stöðugleika

Um kennarann

Dr. Jenny Hagen er dýralæknir, vísindamaður og löggiltur járningamaður með sérhæfingu í bæklun, endurhæfingu og þjálfun hesta. Hún starfaði áður sem dósent við Háskólann í Leipzig þar sem hún stofnaði rannsóknarhóp um lífhreyfifræði og bæklun hesta. Hún hefur leitt fjölda rannsókna á áhrifum járningar, hófsnyrtingar og þjálfunar á gangtegundir og lífhreyfifræði útlima. Dr. Hagen býr yfir meira en 20 ára reynslu af klínísku starfi, rannsóknum og kennslu víðs vegar um heiminn.

Skráning og verð

  • Báðir dagar: 50.000 kr.

  • Einn dagur: 35.000 kr.

Skráning fer fram með millifærslu á:
Kt. 090474-2439
Reikningur 0314-26-002439

Staðfesting á skráningu skal send á netfangið:
📧 geert_cornelis95@hotmail.com

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar