Landsamband hestamanna U-21 árs landslið Íslands kynnt í dag

  • 21. janúar 2026
  • Fréttir
í beinni útsendingu á vef Eiðfaxa og EiðfaxaTV

Landslið Íslands skipað knöpum 21 árs og yngri verður kynnt í verslun Líflands á Korputorgi í dag klukkan 17:00. Sýnt verður frá kynningunni í opinni dagskrá hér á vef Eiðfaxa og á EiðfaxaTV.

Stóra verkefni næsta árs hjá liðinu er Norðurlandamótið sem fram fer á Margaretarhof í Svíþjóð í ágúst. Það verður því spennandi að sjá hverjir munu skipa landsliðshóp hjá nýráðnum þjálfara liðsins, Sigvalda Lárusi Guðmundssyni.

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar