Ráslisti fyrir fjórgang Meistaradeildarinnar
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum unnu fjórganginn í Meistaradeildinni í fyrra Mynd: Carolin Giese
Keppni hefst á fimmtudaginn kl. 19:00 í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli en einnig verður sýnt frá keppninni í beinni útsendingu á EiðfaxaTV.
Ráslisti kvöldsins er ekki af verri endanum. Sigurvegarinn frá því í fyrra, Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir á Flóvent frá Breiðstöðum, mætir. Jakob Svavar Sigurðsson mætir á Skarpi frá Kýrholti en þeir unnu fjórganginn árið þar áður. Stjörnupar síðasta ár, Ásmundur Ernir Snorrason og Hlökk frá Strandarhöfði eru skráð til leiks svo það verður gæðingabragur á HorseDay höllinni á fimmtudaginn.
Húsið opnar kl. 17:00 en frítt er í höllina í boði Toyota Selfossi. Líkt og fyrri ár er hægt að panta borð fyrirfram og fá frátekin sæti í höllinni.
Hér fyrir neðan er ráslistinn fyrir fjórganginn
| Nr. | Knapi | Hestur | Faðir | Móðir | Lið |
| 1 | Arnhildur Helgadóttir | Fákur frá Kaldbak | Vákur frá Vatnsenda | Elding frá Kaldbak | Hjarðartún |
| 2 | Sigurður Sigurðarson | Þróttur frá Hvammi | Sökkull frá Dalbæ | Nótt frá Kálfsstöðum | Hrímnir / Hest.is |
| 3 | Benjamín Sandur Ingólfsson | Áki frá Hurðarbaki | Spuni frá Vesturkoti | Papey frá Dalsmynni | Ib bílar |
| 4 | Eyrún Ýr Pálsdóttir | Drangur frá Steinnesi | Draupnir frá Stuðlum | Ólga frá Steinnesi | Top Reiter / Sumarliðabær |
| 5 | Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal | Grettir frá Hólum | Sökkull frá Dalbæ | Dóttla frá Hólum | Ganghestar / Margrétarhof |
| 6 | Jóhanna Margrét Snorradóttir | Bútur frá Litla-Dal | Bátur frá Brúnum | Sýning frá Litla-Dal | Hestvit / Árbakki |
| 7 | Jakob Svavar Sigurðsson | Skarpur frá Kýrholti | Skýr frá Skálakoti | Skrugga frá Kýrholti | Hjarðartún |
| 8 | Védís Huld Sigurðardóttir | Kulur frá Hafsteinsstöðum | Dofri frá Sauðárkróki | Fjöður frá Hafsteinsstöðum | Ganghestar / Margrétarhof |
| 9 | Bergur Jónsson | Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum | Lord frá Vatnsleysu | Álfadís frá Selfossi | Ib bílar |
| 10 | Glódís Rún Sigurðardóttir | Logi frá Staðartungu | Eldur frá Bjarghúsum | Skuggsjá frá Staðartungu | Hestvit / Árbakki |
| 11 | Teitur Árnason | Auðlind frá Þjórsárbakka | Loki frá Selfossi | Gola frá Þjórsárbakka | Uppboðssæti |
| 12 | Árni Björn Pálsson | Orka frá Hvolsvelli | Skýr frá Skálakoti | Vordís frá Hvolsvelli | Top Reiter / Sumarliðabær |
| 13 | Ásmundur Ernir Snorrason | Hlökk frá Strandarhöfði | Loki frá Selfossi | Sunna frá Sumarliðabæ 2 | Hrímnir / Hest.is |
| 14 | Guðmunda Ellen Sigurðardóttir | Flaumur frá Fákshólum | Hreyfill frá Vorsabæ II | Flauta frá Hala | Top Reiter / Sumarliðabær |
| 15 | Jón Ársæll Bergmann | Díana frá Bakkakoti | Frami frá Ketilsstöðum | Brynja frá Bakkakoti | Ib bílar |
| 16 | Helga Una Björnsdóttir | Björt frá Kráku | Kveikur frá Stangarlæk 1 | Birta frá Lambanes-Reykjum | Hjarðartún |
| 17 | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir | Flóvent frá Breiðstöðum | Pan frá Breiðstöðum | Dúkka frá Úlfsstöðum | Ganghestar / Margrétarhof |
| 18 | Flosi Ólafsson | Suðri frá Varmalandi | Grunur frá Oddhóli | Gjálp frá Miðsitju | Hrímnir / Hest.is |
| 19 | Pierre Sandsten Hoyos | Kinnungur frá Torfunesi | Korgur frá Ingólfshvoli | Stefna frá Torfunesi | Hestvit / Árbakki |
Ráslisti fyrir fjórgang Meistaradeildarinnar
Til minningar um Ragnheiði Hrund