Áhugamannadeild Norðurlands Mikil aðsókn í Áhugamannadeild Norðurlands

  • 21. janúar 2026
  • Fréttir
Áhugamannadeild Norðurlands fer af stað 21. febrúar

Keppt verður í fjórgangi í Léttishöllinni á Akureyri. Mikil aðsókn er í deildina og í ár munu hvorki meira né minna en sextán lið taka þátt!

Lið Syðra-Skörðugil sigraði deildina í fyrra. Tveir nýjir knapar koma inn í það en liðið skipar: María Ósk Ómarsdóttir, Spire Ohlsson, Þóranna Másdóttir, Rósa Emilsdóttir, Sigríður Fjóla Viktorsdóttir og Sólborg Una Pálsdóttir. Þjálfari liðsins er Daniel Gunnarsson, þjálfari og eigandi af hrossaræktarbúinu Miðsitju.

Guðrún Margrét Steingrímsdóttir er liðsstjóri í liði Norðurlagna og eru aðrir liðsmenn; Aldís Ösp Sigurjónsdóttir, Svanur Berg Jóhannesson, Guðlaug Reynisdóttir, Gunnar Þórarinsson og Felicitas Helga Juergens. Þjálfari liðsins er Atli Freyr Maríönnuson, reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.

Liðsmenn í liði GS-Frakt eru Brynhildur Heiða Jónsdóttir sem er liðsstjóri, Rúnar Júlíus Gunnarsson, Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, Íris Ósk Jóhannesdóttir, Friðjón Geir Ólafsson og Þórir Áskelsson. Þjálfari liðsins er Vignir Sigurðsson hrossaræktandi og þjálfari í Litlu-Brekku.

Lið Böggur – Tengi ehf. er nýtt lið í deildinni. Liðsmenn eru Arnar Sigfússon, Eyþór Þorsteinn Þorvarsson, Jón Pétur Ólafsson, Ester Anna Eiríksdóttir, Jónína Garðarsdóttir og Sigríður Kristín Sverrisdóttir. Þjálfari liðsins er Egill Már Þórsson.

Austrið er einnig nýtt lið í deildinni og eru liðsmenn þar Björgvin Antonsson, Elfur Gígja Hreggviðsdóttir, Erla Guðbjörg Leifsdóttir, Guðbjartur Hjálmarsson Helga Valbjörnsdóttir og María Marta Bjarkadóttir. Liðsstjóri er Vilborg Stefánsdóttir og þjálfari Bergrún Ingólfsdóttir.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar