Aðalheiður og Flóvent vörðu titilinn
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum Myndir: Carolin Giese
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum gerðu sér lítið fyrir og unnu fjórganginn í Meistaradeildinni annað árið í röð, en þetta er í þriðja sinn sem þau vinna þessa grein í deildinni. Þau voru með nokkuð örugga forustu eftir forkeppni og sigldu sigrinum örugglega heim.
Ásmundur Ernir Snorrason og Hlökk frá Strandarhöfði enduðu í öðru sæti með 7,73 í einkunn og í því þriðja varð Glódís Rún Sigurðardóttir á Loga frá Staðartungu með 7,67 í einkunn.
Liðakeppnina vann lið Hjarðartúns en allir knapar liðsins voru í úrslitum. Jakob Svavar Sigurðsson á Skarpi frá Kýrholti varð fjórði í A úrslitum, Helga Una Björnsdóttir á Björt frá Kráku í sjöunda sæti og Arnhildur Helgadóttir tíunda á Fáki frá Kaldbak.
Dýrmæt stig í pottinn frá knapa og lið en næsta mót Meistaradeildar Líflands verður fimmtudaginn 5. febrúar en þá verður keppt í slaktaumatölti.
Fylgstu með Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum í vetur á EiðfaxaTV.
Fjórgangur V1 – Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum 8,10
2 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði 7,73
3 Glódís Rún Sigurðardóttir Logi frá Staðartungu 7,67
4 Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur frá Kýrholti 7,63
5 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Flaumur frá Fákshólum 7,50
B úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
6 Teitur Árnason Auðlind frá Þjórsárbakka 7,47
7 Helga Una Björnsdóttir Björt frá Kráku 7,27
8-9 Eyrún Ýr Pálsdóttir Drangur frá Steinnesi 7,23
8-9 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bútur frá Litla-Dal 7,23
10 Arnhildur Helgadóttir Fákur frá Kaldbak 7,07
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum 8,00
2 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði 7,70
3 Glódís Rún Sigurðardóttir Logi frá Staðartungu 7,67
4 Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur frá Kýrholti 7,53
5 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Flaumur frá Fákshólum 7,37
6 Arnhildur Helgadóttir Fákur frá Kaldbak 7,33
7 Eyrún Ýr Pálsdóttir Drangur frá Steinnesi 7,27
8-9 Helga Una Björnsdóttir Björt frá Kráku 7,23
8-9 Teitur Árnason Auðlind frá Þjórsárbakka 7,23
10 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bútur frá Litla-Dal 7,20
11-12 Sigurður Sigurðarson Þróttur frá Hvammi 7,07
11-12 Jón Ársæll Bergmann Díana frá Bakkakoti 7,07
13 Árni Björn Pálsson Orka frá Hvolsvelli 7,00
14 Pierre Sandsten Hoyos Kinnungur frá Torfunesi 6,97
15 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Grettir frá Hólum 6,90
16 Flosi Ólafsson Suðri frá Varmalandi 6,80
17-18 Bergur Jónsson Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum 6,73
17-18 Benjamín Sandur Ingólfsson Áki frá Hurðarbaki 6,73
19 Védís Huld Sigurðardóttir Kulur frá Hafsteinsstöðum 6,53
Aðalheiður og Flóvent vörðu titilinn
Til minningar um Ragnheiði Hrund