Aðalheiður og Hjarðartún efst að stigum

  • 23. janúar 2026
  • Sjónvarp Fréttir

Efstu knapar í fjórgangi í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Mynd: Carolin Giese

Staðan í einstaklings- og liðakeppni Meistaradeildar Líflands eftir fjórganginn

Fyrstu keppni í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum lauk í gær með sigri Aðalheiðar Önnu Guðjónsdóttur og Flóvents frá Breiðstöðum.

Uppboðssætið telur í einstaklingskeppninni

Hörkusterkur fjórgangur og dýrmæt stig fyrir knapa og lið. Aðalheiður Anna nældi sér í 12 stig, Ásmundur Ernir í 10 stig og Glódís Rún í 8 stig.

Eins og hefur sannast síðustu ár að þá getur hvert stig skiptir miklu máli en búast má við að einstaklingskeppnin verði jöfn og spennandi í vetur.  Því getur skipt máli að taka þátt í hverri grein og þar eru knaparnir með puttann á púlsinum og nýta sér oft uppboðssætin til að freista þess að ná sér í stig. Teitur Árnason keppti í uppboðssætinu í gærkvöldi og nældi sér í fimm stig þegar hann vann B úrslitin á Auðlind frá Þjórsárbakka. Teitur er knapi í deildinni í liði TopReiter/Sumarliðabæjar en þegar knapar í deildinni keppa í uppboðssæti telja þeir ekki í liðakeppninni, bara einstaklingskeppninni.

 

Hjarðartúnsliðið fer vel af stað

Þeir sem hafa kynnt sér liðskipan deildarinnar voru nokkuð fljótir að átta sig á því eftir fjórganginn í gær að lið Hjarðartúns var stigahæsta lið kvöldsins, með alla knapa í úrslitum. Jakob Svavar Sigurðsson á Skarpi frá Kýrholti endaði í fjórða sæti og þær Helga Una Björnsdóttir á Björt frá Kráku og Arnhildur Helgadóttir á Fáki frá Kaldbak voru báðar í B úrslitum.

Það er þó mjótt á munum og er lið Hestvit/Árbakka í öðru sæti með 33,5 stig og einu stigi neðar er lið TopReiter/Sumarliðabæjar með 32,5 stig.

 

 

 

Hjarðartúnsliðið leiðir í liðakeppninni eftir fjórganginn. F.v. Jakob Svavar Sigurðsson, Helga Una Björnsdóttir, Arnhildur Helgadóttir og Hans Þór Hilmarsson.

Hér fyrir neðan er staðan í einstaklings- og liðakeppnin
Staðan í einstaklingskeppninni
  1. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 12
  2. Ásmundur Ernir Snorrason 10
  3. Glódís Rún Sigurðardóttir 8
  4. Jakob Svavar Sigurðsson 7
  5. Guðmunda Ellen Sigurðardóttir 6
  6. Teitur Árnason 5
  7. Helga Una Björnsdóttir 4
  8. Eyrún Ýr Pálsdóttir 2.5
  9. Jóhanna Margrét Snorradóttir 2.5
  10. Arnhildur Helgadóttir 1
Staðan í liðakeppninni
  1. Hjarðartún 38
  2. Hestvit/Árbakki 33,5
  3. TopReiter/Sumarliðabær 32,5
  4. Hrímnir/Hest.is 29,5
  5. Ganghestar/Margrétarhof 24
  6. Ib bílar 13,5

Fylgst með Meistaradeild Líflands í allan vetur í beinni á EiðfaxaTV.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar