Vel heppnuð folaldasýning í Svarfaðardal

  • 24. janúar 2026
  • Fréttir

Áhorfendur og ræktendur á sýningunni voru á öllum aldri

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Svarfaðardals og nágrennis fór fram sunnudaginn 18. janúar og tókst afar vel. Alls tóku 35 folöld þátt í sýningunni og vöru margir fallegir gripir þeirra á meðal, það var Eyþór Einarsson sem sá um dómgæslu.

Athygli vakti að þrjú af sex efstu folöldunum voru undan Seðli frá Árbæ, en hann var í leigu hjá félaginu sumarið 2024.

Úrslit – hestar

  1. Klaki frá Krossum
    F: Seðill frá Árbæ
    M: Aldís frá Krossum
    Eigendur: Snorri Snorrason og Haukur Snorrason

  2. Blakkur frá Jarðbrú
    F: Seðill frá Árbæ
    M: Tara frá Jarðbrú
    Eigendur: Elín S. Sveinbergsdóttir og Þorsteinn Hólm Stefánsson

  3. Skrýmir frá Brekku
    F: Náttfari frá Varmalæk
    M: Svarta Meyjan frá Hryggstekk
    Eigandi: Guðröður Ágústsson

Úrslit – hryssur

  1. List frá Grund
    F: Hringur frá Gunnarsstöðum
    M: Korka frá Litlu-Brekku
    Eigandi: Anna Kristín Friðriksdóttir

  2. Hemra frá Brekku
    F: Náttfari frá Varmalæk
    M: Herma frá Hryggstekk
    Eigandi: Guðröður Ágústsson

  3. Gletta frá Grund
    F: Seðill frá Árbæ
    M: Gjöf frá Grund
    Eigandi: Friðrik Þórarinsson

Á meðfylgjandi mynd má sjá Klaka frá Krossum, sem sigraði hestaflokkinn.

Úr verðlaunaafhendingu

Hestar: Snorri Snorrason, Elín S. Sveinbergsdóttir og Guðröður Ágústsson. Með þeim stendur Valur Höskuldsson.

Hryssur: Rakel Sara Atladóttir (fyrir Önnu Kristínu), Guðröður Ágústsson og Friðrik Þórarinsson. Á myndinni eru einnig Magnús Þór Atlason og Freydís Dana Sigurðardóttir.

Hrossaræktarfélag Svarfaðardals og nágrennis rekur Facebook-síðu undir sama nafni. Félagið var stofnað árið 1980 og er eitt elsta hrossaræktarfélag landsins sem enn er starfrækt.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar