„Er búinn að ríða meira út núna en vanalega“
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir byrjaði keppnistímabilið í Meistaradeild Líflands af krafti með sigri í fjórgangi síðastliðið fimmtudagskvöld.
Aðalheiður mætti þar á hesti sínum Flóvent frá Breiðstöðum og leiddi að lokinni forkeppni með einkunnina 8,00, hún bætti svo í þegar í A-úrslit var komið og stóð uppi sem sigurvegari með einkunnina 8,10. Þetta er í þriðja sinn sem þau vinna fjórgang í Meistaradeild Líflands því það sama gerðu þau í fyrra og árið 2023.
Að loknum úrslitum tók Hulda Geirsdóttir Aðalheiði tali og ræddi við hana um Flóvent, fjórgangskeppnina og tímabilið sem framundan er.
„Er búinn að ríða meira út núna en vanalega“
Til minningar um Ragnheiði Hrund
Nýr landsliðshópur kynntur
Fulbright-styrkþegi kemur að uppbyggingu nýrrar námslínu á Hólum