Hrossakjötsveisla Limsfélagsins

Hrossakjötsveisla Limsfélagsins verður haldin í 10. skiptið laugardaginn 11.janúar og verður með hefðbundnu sniði.
Ræðumaður verður hinn magnaði Guðni Ágústsson. Veislustjórinn verður ekki síðri, en það er dalamaðurinn Siggi Jökuls betur þekktur sem Siggi á Vatni og síðast en ekki síst mun Sigrún Guðjónsdóttir sjá fyrir því að maturinn verði upp á 100.
Forsala á betra verðinu verður reiðhöllinni í Víðidal fimmtudaginn 9.janúar frá því klukkan 19:00 til klukkan 22:00. Miðaverði er stillt í hóf að vanda sem og verði á gullnum veigum.
Hlökkum til að sjá sem flesta enda allir skemmtilegir hestamenn og aðdáendur þeirra velkomnir.
Limsfélagið
S: 698-8370 Helgi
Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá Glym frá Leiðólfsstöðum sem er fyrsti hesturinn sem félagið keypti, knapi er Sigurður Vignir Matthíasson.