Nýr Eiðfaxi á leiðinni!

  • 10. september 2013
  • Fréttir
Stór hluti blaðsins tileinkaður heimsmeistaramóti.

Kæru lesendur!

 Nýjasta tölublað Eiðfaxa er nú í prentun og berst áskrifendum í þessari viku.  Forsíðuna prýða hinir kampakátu heimsmeistarar Jóhann Skúlason og Guðmundur Björgvinsson ásamt Þórði Þorgeirssyni.

Stór hluti blaðsins er tileinkaður Heimsmeistaramóti Íslenska hestsins sem fram fór í Berlín í ágúst.  Meðal annars er fjallað um keppnisgreinarnar, bæði kynbóta og sport, viðtöl og umræður um mótið sjálft verða einnig ofarlega á baugi.  Öldnum höfðingjum sem heiðraðir voru eru gerð skil, þar er tekið er viðtal við eiganda Fjalars frá Fossvöllum.  Hann var elsti hesturinn sem kom fram í þessu atriði eða 32 vetra.

Af öðru fróðlegu efni er einnig að taka þar sem Elsa Albertsdóttir skrifar fræðandi grein um hlutverk kynbótadóma og Jens Einarsson skrifar grein um  námskeið dr. Gerds Heuschmanns „Í þágu hestsins“ sem er mjög umhugað um velferð hestsins í leik og keppni. Í  blaðinu verður einnig sögð saga Krafts frá Efri Þverá  en hún er bæði falleg og örlagarík. 

Þá fylgir skemmtileg grein um þjálfun á hrossum í guðsgrænni náttúrunni. Þar er tekið fyrir lokaverkefni Ingunnar Birnu Ingólfsdóttur sem útskrifaðist sem reiðkennari frá Hólum í vor.

Þetta efni og mun meira má sjá  í nýjasta töublaði Eiðfaxa.

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar