Ráslisti í Gæðingafimi – Sýnt beint á vef Eiðfaxa

  • 17. febrúar 2020
  • Fréttir
Keppni í gæðingafimi fer fram í Meistaradeild KS á miðvikudagskvöld

Annað keppniskvöldið í Meistaradeild KS er framundan nú í vikunni og er keppt í gæðingafimi. Keppt verður eftir nýjum reglum LH um gæðingafimi. Þá munu knapar ekki ríða úrslit heldur eingöngu koma fram með sitt atriði í forkeppni. Að henni lokinni mun þó sigurvegarinn ríða aftur áhorfendum til skemmtunar.

Það má sjá á ráslistanum að kvöldið ætti að geta orðið magnað. Knapar í KS deildinni hafa oftar en ekki mætt vel undirbúnir til leiks í þessari keppnisgrein og er ekki von á öðru en það verði raunin í ár.

Sýnt verður beint frá keppninni hér á vef Eiðfaxa, það er Tindastóll TV sem sér um útsendingu. Búið er að lagfæra bilanir sem ollu útsendingartruflunum seinast og því ætti útsendingin að verða til fyrirmyndar.

Á síðasta keppnistímabili var það Ísólfur Líndal sem sigraði þessa keppnisgrein á Krumma frá Höfðabakka, en hann sigraði einnig í einstaklingskeppninni í Meistaradeild KS 2019. Ísólfur er ekki á meðal keppenda í deildinni í ár og því ljóst að nýr sigurvegari verður krýndur.

 

Ráslisti

  1. Finnur Jóhannesson og Kolbrún frá Rauðalæk
    F: Arnþór frá Auðsholtshjáleigu/ M: Móheiður frá Engimýri
  2. Sigrún Rós Helgadóttir og Týr frá Jarðbrú
    F: Blær frá Torfunesi / M: Tinna frá Jarðbrú
  3. Arndís Björk Brynjólfsdóttir og Hraunar frá Vatnleysu
    F: Roði frá Múla / M: Hrund frá Vatnsleysu
  4. Magnús Bragi Magnússon og Rosi frá Berglandi
    F: Þeyr frá Prestsbæ / M: Rebekka frá Hofi
  5. Haukur Bjarnason og Ísar frá Skáney
    F: Sólon frá Skáney / M: Hríma frá Skáney
  6. Finnbogi Bjarnason og Einir frá Enni
    F: Viti frá Kagaðarhóli / M: Sending frá Enni
  7. Gísli Gíslason og Trymbill frá Stóra-Ási
    F: Þokki frá Kýrholti / M: Nóta frá Stóra-Ási
  8. Hörður Óli Sæmundarson og Eldur frá Bjarghúsum
    F: Arður frá Brautarholti / M: Ógn frá Úlfljótsvatni
  9. Barbara Wenzl og Krókur frá Bæ
    F: Kiljan frá Steinnesi / M: Keila frá Sólheimum
  10. Konráð Valur Sveinsson og Laxnes frá Ekru
    F: Bragur frá Ytri-Hól / M: Lína frá Bakkakoti
  11. Þórarinn Eymundsson og Hnjúkur frá Saurbæ
    F: Auður frá Lundum / M: Njóla frá Saurbæ
  12. Artemisia Bertus og Herjann frá Nautabúi
    F: Korgur frá Ingólfshvoli / M: Hugsun frá VatnsendaHlé 15 mín
  13. Brynja Kristinsdóttir og Lýsir frá Breiðstöðum
    F: Lukku-Láki frá Stóra -Vatnsskarði / M: Fantasía frá Breiðstöðum
  14. Elvar Logi Friðriksson og Griffla frá Grafarkoti
    F: Grettir frá Grafarkoti / M: Græska frá Grafarkoti
  15. Guðmar Freyr Magnússon og Snillingur frá Íbishóli
    F: Vafi frá Ysta-Mó / M: Ósk frá Íbishóli
  16. Viktoría Eik Elvarsdóttir og Gjöf frá Sjávarborg
    F: Samber frá Ásbrú / M: Glóð frá Sjávarborg
  17. Ástríður Magnúsdóttir og Þinur frá Enni
    F: Eldur frá Torfunesi / M: Sending frá Íbishóli
  18. Mette Mannseth og Skálmöld fra Þúfum
    F: Eldur frá Torfunesi / M: Kyrrð frá Stangarholti
  19. Sina Scholz og Nói frá Saurbæ
    F: Vilmundur frá Feti / M: Naomí frá Saurbæ
  20. Þorsteinn Björnsson og Ævar frá Hólum
    F: Hrannar frá Flugumýri / M: Þerna frá Hólum
  21. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir og Óskar frá Draflastöðum
    F: Moli frá Skriðu / M: Dimma frá Keldulandi
  22. Vera og Bragur frá Steinnesi
    F: Bragi frá Kópavogi / M: Árdís frá Steinnesi
  23. Randi Holaker og Þytur frá Skáney
    F: Gustur fra Hóli / M: Þóra frá Skáney
  24. Elvar Einarsson og Muni frá Syðra-Skörðugili
    F: Konsert frá Korpu / M: Mön frá Lækjarmóti

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar