Umferðarreglur hestamanna í þéttbýli
Nú fer senn að líða að páskum og reikna má með aukinni umferð á reiðvegum. Við viljum því benda fólki að virða umferðarreglur hestamanna í þéttbýli. Förum varlega og sýnum tillitsemi og munum hjálmanotkun.
1. Hestamenn víkja til hægri á reiðleiðum.
2. Hestar sem eru teymdir skulu ávallt vera hægramegin og ekki fleiri en tveir ( þrír til reiðar ).
3. Reiðhjálmar eru sjálfsögð öryggistæki.
4. Endurskinsmerki í skammdegi veita hestum og mönnum aukið öryggi.
5. Lausir hundar eru ekki leyfilegir á reiðleiðum og í hesthúsahverfum.
6. Áfengi og útreiðar fara ekki saman.
7. Sýnum tillitsemi, ríðum ekki hratt á móti eða aftanundir aðra reiðmenn.
8. Fari margir hestamenn saman í hóp skal ríða í einfaldri röð ef umferð er á móti.
9. Ríðum á reiðvegum og slóðum þar sem því verður viðkomið.
10. Teymum hesta, rekstrar eru bannaðir í þéttbýli.
Leiðbeiningar Vegargerðarinnar og Landssamband hestamannafélaga
Til minningar um Ragnheiði Hrund
Nýr landsliðshópur kynntur
Fulltrúaþing og nefndarfundir FEIF framundan um næstu helgi
„Er búinn að ríða meira út núna en vanalega“
Fulbright-styrkþegi kemur að uppbyggingu nýrrar námslínu á Hólum