Fimmgangsúrslit í Meistaradeild KS árið 2019
Meistaradeild KS í hestaíþróttum hefur göngu sína að nýju miðvikudaginn 6.maí þegar keppt er í fimmgangi. Keppnin verður sýnd beint hér á vef Eiðfaxa.
Til þess að gefa áhorfendum forsmekkinn af því sem koma skal er ekki úr vegi að rifja upp A-úrslitin í þessari grein frá því í fyrra en þá var keppt í Léttishöllinni á Akureyri en núna fer keppni fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki.
Hér fyrir neðan má sjá niðurstöðu úrslita frá því í fyrra og í spilaranum hér að ofan má horfa á úrslitin í heild sinni.
A úrslit | |||
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
1 | Sina Scholz | Nói frá Saurbæ | 7,55 |
2 | Þórarinn Eymundsson | Þráinn frá Flagbjarnarholti | 7,38 |
3 | Artemisia Bertus | Herjann frá Nautabúi | 7,07 |
4 | Snorri Dal | Engill frá Ytri-Bægisá I | 6,93 |
5 | Gísli Gíslason | Trymbill frá Stóra-Ási | 6,81 |
6 | Mette Mannseth | Kalsi frá Þúfum | 5,31 |