Heimsfrægur og risastór!

  • 10. júní 2020
  • Sjónvarp Fréttir

Íslenski hesturinn er ekki stór sé miðað við mörg önnur hestakyn heimsins. En ein af ástæðum vinsælda hans má rekja til þess að hann er nothæfur jafnt fyrir fullorðna og börn og er sterkur,  fótviss, ásetugóður og úthaldsmikill.

Í hesthúsinu hjá Sigurbirni Bárðarsyni er þó hestur sem sker sig úr hvað stærð varðar en hann er undan Aris frá Akureyri og Ósk frá Litla-Dal. Hestur þessi hefur m.a. leikið í þáttaröðinni Game of Thrones og má því segja að hann sé heimsfrægur.

Ritstjóri Eiðfaxa kom við í hesthúsinu hjá Sigurbirni vopnaður stangarmáli og mældi hann á herðar. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar