Kynbótasýningar halda áfram í Þýskalandi

Alls mættu 23 hross til dóms á kynbótasýningu sem haldin í lok vikunnar á Gestut Ellenbach sem er staðsett rétt utan við Kaufungen.
Efstur á sýningunni með aðaleinkunnina 8,18 stóð Ljóri frá Hörgslandi sonur Álfs frá Selfossi og Kviku frá Hvítárbakka. Ljóri hlaut fyrir sköpulag 8,27 og fyrir kosti 8,12 – klárhestur með 9,0 fyrir bak og lend, tölt, samstarfsvilja og fegurð í reið. Ræktendur Ljóra eru Halla Lárusdóttir og Guðmundur Gíslason. Eigandi og sýnandi er Styrmir Árnason, en hann sýndi alls fimm hross á þessari sýningu, þar af þrjú úr eigin ræktun sem hann kennir við Federath.
Kynbótasýning Kaufungen – 10 hæstu dómar sýningar
IS2010185126 Ljóri frá Hörgslandi – 8.27 – 8.12 – 8.18 – Styrmir Árnason
DK2011200772 Gilla fra Skibsdam 8.13 – 8.06 – 8.09 – Dagmar Scholl
DE2013143445 Keilir von Federath – 8.35 – 7.92 – 8.07 – Styrmir Árnason
DE2014156930 Hvirfill von Ögn – 8.03 – 7.93 – 7.97 – Högni Frodason
IS2013257687 Upplyfting frá Íbishóli – 7.81 – 8.02 – 7.95 – Högni Frodason
DE2013143060 Naddur von Federath – 8.24 – 7.77 – 7.93 – Styrmir Árnason
DE2013256004 Lóa von Ögn – 8.03 – 7.82 – 7.90 – Flora Kröner
DE2014122680 Maríus vom Blocksberg 2 – 8.24 – 7.71 – 7.90 – Dörte Mitgau
DE2013243442 Drift von Federath – 7.95 – 7.82 – 7.86 – Styrmir Árnason
AT2013204143 Elektra vom Wolfsgraben – 8.06 – 7.73 – 7.85 – Styrmir Árnason

Keilir von Federath hlaut hæstu sköpulagseinkunn sýningarinnar.