Frábær hross á Hólum

  • 12. júní 2020
  • Fréttir

Vegur frá Kagaðarhóli og Þórarinn Eymundsson

Vegur frá Kagaðarhóli hæst dæmdur

Kynbótasýningu á Hólum í Hjaltadal lauk nú í kvöld með yfirlitssýningu en alls voru sýnd 78 hross á sýningunni. Mörg frábær hross komu fram bæði yngri og eldri.

Vegur frá Kagaðarhóli er hæst dæmda hross sýningarinnar en hann hlaut fyrir hæfileika 9,03 fyrir sköpulag 8,39 og í aðaleinkunn 8,81. Hann hlaut þrjár „níu fimmur“ fyrir tölt, hægt tölt og samstarfsvilja. Vegur er tíu vetra gamall en ræktendur hans eru Víkingur Gunnarsson og Guðrún Stefánsdóttir en meirihluta eigandi er Hestavegferð ehf. Vegur er undan Seið frá Flugumýri II og Óperu frá Dvegsstöðum en sú var undan Kveik frá Miðsitju og Hrafnsdótturinni Hörpu frá Torfastöðum. Sýnandi á Vegi var Þórarinn Eymundsson

Leynir frá Garðshorni á Þelamörk var hæst dæmdi fjögurra vetra stóðhestur ársins í fyrra en hann virðist hafa þroskast vel í vetur og kom vel stemmdur til leiks ásamt knapa sínum Agnari Þór Magnússyni en hann er ræktandi ásamt konu sinni Birnu Tryggvadóttur Thorlacius en það eru Sporhestar ehf sem eru eigendur.

Leynir hlaut fyrir hæfileika 8,88 fyrir sköpulag 8,58 og í aðaleinkunn 8,77. Hlaut hann m.a. 9,5 fyrir samstarfsvilja og 9,0 fyrir tölt,brokk,skeið, fegurð í reið, bak og lend og háls,herðar og bóga. Leynir er undan Höfðingja og Grósku sem bæði eru frá Garðshorni á Þelamörk. Alls voru sýndir fjórir ungir stóðhestar frá Garðshorni á Þelamörk og allir hlutu þeir 1.verðlaun.

Þór frá Torfunesi stóð efstur fimm vetra stóðhesta á Landsmóti 2018 og hann sýndi flotta takta á Hólum. Hlaut fyrir sköpulag 8,84, fyrir hæfileika 8,67 og í aðaleinkunn 8,73. Hlaut hann m.a. 9,5 fyrir samstarfsvilja og skeið. Knapi á honum var Gísli Gíslason en ræktandi er Baldvin Kr. Baldvinsson en eigandi er Torfunes ehf.

Hæst dæmda hryssa sýningarinnar er Þrá frá Prestsbæ sem er sex vetra gömul undan Arion frá Eystra-Fróðholti og Þóru frá Prestsbæ. Hún hlaut fyrir sköpulag 8,40 fyrir hæfileika 8,69 og í aðaleinkunn 8,59. Þá hlaut systir hennar einnig háan dóm, Álfamær frá Prestsbæ, en sú er undan Þóru og Spuna frá Vesturkoti hlaut hún m.a. 9,5 fyrir skeið. Sýnandi á þessum hryssum var Þórarinn Eymundsson en ræktendur eru Inga & Ingar Jensen.

 

Hross á þessu móti Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn. Aðaleinkunn án skeiðs Sýnandi
IS2010156418 Vegur frá Kagaðarhóli 8.39 9.03 8.81 8.81 Þórarinn Eymundsson
IS2015164068 Leynir frá Garðshorni á Þelamörk 8.58 8.88 8.77 8.76 Agnar Þór Magnússon
IS2013166214 Þór frá Torfunesi 8.84 8.67 8.73 8.63 Gísli Gíslason
IS2014165338 Tumi frá Jarðbrú 8.56 8.63 8.61 8.62 Þórarinn Eymundsson
IS2014201167 Þrá frá Prestsbæ 8.4 8.69 8.59 8.55 Þórarinn Eymundsson
IS2012265395 Hylling frá Akureyri 8.24 8.72 8.55 8.58 Artemisia Constance Bertus
IS2015201167 Álfamær frá Prestsbæ 8.43 8.61 8.55 8.44 Þórarinn Eymundsson
IS2015155040 Atli frá Efri-Fitjum 8.48 8.58 8.54 8.55 Agnar Þór Magnússon
IS2013258161 Stjörnuspá frá Þúfum 8.67 8.32 8.45 8.84 Mette Camilla Moe Mannseth
IS2015158162 Hannibal frá Þúfum 8.54 8.37 8.43 8.83 Mette Camilla Moe Mannseth
IS2014136131 Goði frá Bjarnastöðum 8.47 8.35 8.4 8.26 Agnar Þór Magnússon
IS2015156107 Kunningi frá Hofi 8.41 8.38 8.39 8.31 Þórarinn Eymundsson
IS2012258163 Skálmöld frá Þúfum 8.41 8.36 8.38 8.78 Mette Camilla Moe Mannseth
IS2014157777 Álmur frá Reykjavöllum 8.56 8.28 8.38 8.41 Þórarinn Eymundsson
IS2013158707 Kjuði frá Dýrfinnustöðum 8.53 8.28 8.37 8.28 Gísli Gíslason
IS2013186753 Kórall frá Árbæjarhjáleigu II 8.19 8.45 8.36 8.35 Þórarinn Eymundsson
IS2014257354 Lokbrá frá Hafsteinsstöðum 8.29 8.38 8.35 8.28 Skapti Steinbjörnsson
IS2014258304 Sýn frá Hólum 8.65 8.18 8.34 8.3 Þórarinn Eymundsson
IS2014266206 Eivör frá Torfunesi 8.35 8.33 8.34 8.32 Mette Camilla Moe Mannseth
IS2015265395 Hreyfing frá Akureyri 8.24 8.36 8.32 8.71 Artemisia Constance Bertus
IS2013165139 Seðill frá Brakanda 8.22 8.31 8.28 8.25 Agnar Þór Magnússon
IS2015164067 Gestur frá Garðshorni á Þelamörk 8.44 8.18 8.28 8.24 Agnar Þór Magnússon
IS2014155055 Áfangi frá Víðidalstungu II 8.06 8.37 8.26 8.24 Hörður Óli Sæmundarson
IS2015157775 Byr frá Borgarfelli 8.56 8.08 8.25 8.37 Agnar Þór Magnússon
IS2013157342 Kíkir frá Hafsteinsstöðum 8.28 8.22 8.24 8.21 Skapti Steinbjörnsson
IS2013258162 Værð frá Þúfum 8.49 8.1 8.24 8.6 Mette Camilla Moe Mannseth
IS2016155043 Gjafar frá Efri-Fitjum 8.38 8.12 8.21 8.35 Agnar Þór Magnússon
IS2015165871 Kakali frá Garðsá 8.69 7.92 8.19 8.12 Agnar Þór Magnússon
IS2016158166 Töfri frá Þúfum 8.34 8.08 8.18 8.19 Gísli Gíslason
IS2014255101 Djásn frá Lækjamóti 8.6 7.92 8.16 8.51 Ísólfur Líndal Þórisson
IS2012258306 Mörk frá Hólum 7.92 8.28 8.15 8.13 Þorsteinn Björnsson
IS2012256385 Vogun frá Kagaðarhóli 8.26 8.07 8.14 8.32 Þórarinn Eymundsson
IS2015164066 Glundroði frá Garðshorni á Þelamörk 8.49 7.94 8.13 8.06 Agnar Þór Magnússon
IS2016164070 Hlýr frá Garðshorni á Þelamörk 8.39 7.99 8.13 8.48 Agnar Þór Magnússon
IS2013258302 Hrina frá Hólum 8.09 8.15 8.13 8.03 Sigurður Heiðar Birgisson
IS2014256115 Krafa frá Hofi 8.41 7.96 8.12 8.11 Þórarinn Eymundsson
IS2014157686 Sparon frá Íbishóli 8.32 8 8.11 8.05 Agnar Þór Magnússon
IS2016135587 Blæsir frá Hægindi 8.36 7.96 8.1 8.45 Agnar Þór Magnússon
IS2014137495 Hildibrandur frá Bergi 8.38 7.92 8.08 8.43 Þórarinn Eymundsson
IS2014152102 Röskur frá Varmalæk 1 8.34 7.94 8.08 8.42 Elvar Logi Friðriksson
IS2015176620 Faldur frá Fellsási 8.17 8.02 8.07 8.13 Agnar Þór Magnússon
IS2014236055 Eldbylgja frá Þverholtum 8.29 7.94 8.06 8.11 Ísólfur Líndal Þórisson
IS2012157685 Hraunsteinn frá Íbishóli 8.24 7.95 8.06 8.23 Guðmar Freyr Magnússon
IS2015257688 Óskhyggja frá Íbishóli 8.18 7.98 8.05 8.05 Þórarinn Eymundsson
IS2014158506 Hákon frá Vatnsleysu 8.36 7.88 8.05 8.39 Hörður Óli Sæmundarson
IS2015255110 Örk frá Lækjamóti 8.36 7.86 8.04 8.38 Ísólfur Líndal Þórisson
IS2015255101 Hrönn frá Lækjamóti 8.39 7.83 8.03 8.36 Ísólfur Líndal Þórisson
IS2013157686 Sigursteinn frá Íbishóli 8.11 7.97 8.02 8.37 Þórarinn Eymundsson
IS2015157298 Draumur frá Breiðstöðum 8.21 7.91 8.02 8.18 Agnar Þór Magnússon
IS2012258166 Þúfa frá Þúfum 8.21 7.89 8.01 8.35 Mette Camilla Moe Mannseth
IS2013157687 Eysteinn frá Íbishóli 7.85 8.08 8 7.89 Agnar Þór Magnússon
IS2015265657 Glódís frá Litla-Garði 8.21 7.87 7.99 8.33 Stefán Birgir Stefánsson
IS2014158166 Magni frá Þúfum 8.26 7.82 7.97 8.31 Mette Camilla Moe Mannseth
IS2010158766 Vígablesi frá Djúpadal 8.16 7.87 7.97 8.31 Þórarinn Eymundsson
IS2013276270 Matthildur frá Stormi 7.93 7.99 7.97 7.91 Einar Ben Þorsteinsson
IS2016156285 Töfri frá Steinnesi 8.02 7.91 7.95 8.29 Agnar Þór Magnússon
IS2013257517 Svíadrottning frá Syðra-Skörðugili 8.09 7.83 7.92 7.96 Elvar Eylert Einarsson
IS2011157923 Galdur frá Bjarnastaðahlíð 8.12 7.79 7.91 7.94 Agnar Þór Magnússon
IS2015157777 Ölur frá Reykjavöllum 8.35 7.67 7.91 8.1 Þórarinn Eymundsson
IS2014182598 Páfi frá Breiðholti í Flóa 8.06 7.8 7.89 7.87 Julian Veith
IS2016257310 Aría frá Glæsibæ 8.28 7.65 7.87 7.94 Þórarinn Eymundsson
IS2014257179 Sigur Ósk frá Íbishóli 7.76 7.88 7.84 8.18 Þórarinn Eymundsson
IS2016256293 Korpa frá Steinnesi 8.09 7.68 7.83 8.14 Agnar Þór Magnússon
IS2011165046 Kuldi frá Sandá 8.04 7.71 7.83 8.15 Eva María Aradóttir
IS2012157780 Nikulás frá Saurbæ 8.33 7.51 7.8 8.09 Pétur Örn Sveinsson
IS2011257519 Kná frá Syðra-Skörðugili 7.84 7.12 7.37 7.62 Elvar Eylert Einarsson
IS2012256411 Björk frá Grænuhlíð 7.76 6.94 7.23 7.46 Guðjón Friðmar
IS2013256413 Kjúka frá Grænuhlíð 7.76 6.38 6.86 7.02 Guðjón Friðmar
IS2016155038 Ásgeir frá Stóru-Ásgeirsá 8.17 Magnús Ásgeir Elíasson
IS2013258303 Druna frá Hólum Sina Scholz
IS2014266149 Fenja frá Hléskógum Sina Scholz
IS2015156297 Flinkur frá Steinnesi 8.47 Ísólfur Líndal Þórisson
IS2016157365 Glanni frá Varmalandi 8.47 Líney María Hjálmarsdóttir
IS2016156660 Glundroði frá Skeggsstöðum 8.2 Elisabeth Jansen
IS2016155037 Gordon frá Stóru-Ásgeirsá 7.77 Magnús Ásgeir Elíasson
IS2016265351 Grafík frá Garðshorni Ólafur Þór Magnússon
IS2015256275 Harpa frá Hólabaki Agnar Þór Magnússon
IS2014258326 Hátign frá Nátthaga Þórarinn Eymundsson
IS2015166146 Laki frá Hléskógum 8.36 Sina Scholz
IS2015176233 Ljósvíkingur frá Úlfsstöðum 8.15 Guðröður Ágústsson
IS2015166214 Meitill frá Torfunesi 8.21 Gísli Gíslason
IS2016155119 Sindri frá Lækjamóti II 8.64 Ísólfur Líndal Þórisson
IS2015156957 Skalli frá Skagaströnd 8.29 Hörður Óli Sæmundarson
IS2010256297 Syrpa frá Steinnesi Birna Tryggvadóttir Thorlacius
IS2012165395 Vefur frá Akureyri Artemisia Constance Bertus
IS2015101166 Þormar frá Prestsbæ Þórarinn Eymundsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar