Konsert frá Hofi til Belgíu

Ákveðið hefur verið að Konsert frá Hofi fari til Belgíu eftir að hann hefur sinnt hryssum á landi Englahofs, Neðri-Hreppi í Borgarfirði þetta árið.
Þetta kemur fram á facebooksíðu Englahofs fyrr í dag en þar skrifar Frans Goetschalck eigandi hestsins. Þar segir einnig:
Ef áhugi er fyrir hendi hjá ræktendum er hægt að bæta inn á hann. Þetta hefur verið frábær tími fyrir hann hér á Íslandi, ég þakka ræktendum hans Jóni og Eline, Agnari fyrir frábæra þálfun og sýningu á Hellu 2014 og síðan en ekki síst þakka ég Jakobi Svavari fyrir allt, frábæra þjálfun, kepnir og sýningar ég þakka öllum sem höfðu trú á honum og komu með hryssur undir hann