Bríet og Kristján Árni fyrstu gæðingameistarar ársins

  • 19. júlí 2020
  • Fréttir

Bríet Guðmundsdóttir er gæðingameistari ungmenna árið 2020

Úrslitadagurinn á Meistaramóti Íslands í gæðingakeppni hófst í morgun á úrslitum í B-flokki ungmenna og unglinga og voru gæðingameistarar ársins krýndir í þeim flokkum.

Fyrsti sigurvegari dagsins var landsmótssigurvegarinn frá því árið 2018, Bríet Guðmundsdóttir, með hest sinn Kolfinn frá Efri-Gegnishólum en þau áttu mjög góða sýningu í úrslitunum og hlutu í heildareinkunn 8,76.

Kristján Árni Birgisson stóð efstur unglinga með 8,50 í heildareinkunn en hann líkt og Bríet hefur sigrað Landsmót og var það árið 2016 í barnaflokki.

Framundan í dag er á Hellu mikil veisla og veðrið leikur nú við mótsgesti.

Dagskrá sunnudagur 19.júli

Kl.10 Úrslit B-flokkur ungmenna
Kl.10 30 úrslit unglingaflokkur
Kl.11 úrslit Gæðingatölt 18 ára og eldri
Kl. 11 30 úrslit Gæðingatölt 17 ára og yngri
Matur
Kl.13 100 m skeið
Kl. 13 45 úrslit barnaflokkur
Kl. 14 15 úrslit B-flokkur opinn
Kl. 15 15 úrslit A-flokkur áhugamanna
Kl. 15 45 úrslit A-flokkur ungmenna
Kl. 16 10 úrslit B-flokkur áhugamanna
Kl. 16 40 úrslit A-flokkur opinn

A-úrslit Unglingaflokkur

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Kristján Árni Birgisson / Viðar frá Eikarbrekku 8,50
2 Anna Kristín Auðbjörnsdóttir / Snörp frá Hólakoti 8,38
3 Helga Stefánsdóttir / Kolbeinn frá Hæli 8,35
4 Anna María Bjarnadóttir / Daggrós frá Hjarðartúni 8,29
5 Hildur Dís Árnadóttir / Smásjá frá Hafsteinsstöðum 8,21
6 Herdís Björg Jóhannsdóttir / Fyrirmynd frá Lækjarbotnum 8,09
7-8 Þorvaldur Logi Einarsson / Saga frá Miðfelli 2 8,03
7-8 Guðný Dís Jónsdóttir / Elsa frá Skógskoti 8,03

A-úrslit B-flokkur ungmenna

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Bríet Guðmundsdóttir / Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum 8,76
2 Thelma Dögg Tómasdóttir / Póstur frá Litla-Dal 8,69
3 Ívar Örn Guðjónsson / Óskahringur frá Miðási 8,65
4 Katrín Eva Grétarsdóttir / Jarl frá Steinnesi 8,39
5 Arney Ólöf Arnardóttir / Ýmir frá Heysholti 8,36
6 Kolbrá Jóhanna Magnadóttir / Örlygur frá Hafnarfirði 8,22
7 Stefanía Sigfúsdóttir / Bikar frá Feti 8,21
8 Emma R. Bertelsen / Víðir frá Miðkoti 8,19

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar