Greitt stökk – Tíu hross hlutu 9,5

Arthúr frá Baldurshaga hlaut 9,5 fyrir greitt stökk með einkunnarorðunum Mikill fótaburður - Skrefmikið - Svifmikið - Ferðmikið mynd; Louisa Hackl
Nú þegar kynbótasýningum er lokið hér heima og einungis ein sýning er eftir í Evrópu er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðaxa er Greitt stökk
Til þess að fá glögga mynd af því eftir hverju er verið að leita þegar eiginleikinn er metin er gripið niður í stigunarkvarða einstaklingadóma og lýsing á einkunninni 9,5-10 í þeim eiginleikum sem teknir eru fyrir hverju sinni.
Alls hlutu 10 hross einkunnina 9,5 fyrir greitt stökk í ár en ekkert hross hlaut 10,0.
Greitt stökk
Stökk skal sýnt á þeim mesta hraða þar sem hesturinn ræður við að ganga í jafnvægi, þar sem hraðaaukning frá hægu upp í mestu ferð er sýnd. Greinileg hraðaaukning í góðu jafnvægi getur vegið til hækkunar á einkunn og eins ef sýnd er jafnvægisgóð niðurhæging. Full sprettlengd er 150 metrar (75 metrar hjá fjögurra vetra hrossum).
9,5 – 10
Taktgott, skrefmikið, afar mjúkt stökk með góðu svifi og miklu gegnumflæði og fjaðurmagni í hreyfingum. Hesturinn hreyfir sig í jafnvægi með háum, léttum hreyfingum og nær mikilli ferð. Hann lyftir sér vel að framan, kreppir afturhlutann og stígur langt inn undir sig. Hesturinn hefur burð í baki og langa og mjúka yfirlínu.
Listi yfir þau hross sem hlutu 9,5 fyrir greitt stökk
Nafn | Uppruni | Einkunn |
Falinn | Vivildgard | 9,5 |
Arthúr | Baldurshaga | 9,5 |
Hnokki | Eylandi | 9,5 |
Ísrún | Kirkjubæ | 9,5 |
Fenrir | Feti | 9,5 |
Bryðja | Barkarstöðum | 9,5 |
Tími | Breiðabólstað | 9,5 |
Hannibal | Þúfum | 9,5 |
Lýdís | Eystri-Hól | 9,5 |
Hlökk | Strandarhöfði | 9,5 |