Tippari vikunnar – Þórir Örn Grétarsson

  • 12. september 2020
  • Fréttir
Enska úrvalsdeildin hefst í dag – Tippari vikunnar 1. umferð

Eiðfaxi hefur að því tilefni sett af stað keppnina um Tippara vikunnar í samstarfi við veitingastaðinn Sport & Grill í Smáralind en þar er hægt að horfa á leikina í enska boltanum og fá sér veitingar um leið.

Það er Þórir Örn Grétarsson eða Tóti töfra sem ríður á vaðið og spáir í leikina í fyrstu umferðinni. Tóta þekkja hestamenn vel, hann er reynslumikill gæðinga- og íþróttadómari, mikill áhugamaður um skeiðkappreiðar og allt sem einkenna má góða hestamennsku. Tóti hefur mikinn áhuga á íþróttum almennt og fylgist vel með enska boltanum og Manchester United er hans lið.

„Man Utd á eftir að koma á óvart í vetur. Þeir eru með unga og spræka leikmenn sem víla ekkert fyrir sér. Það verður eina liðið sem á séns í Liverpool í vetur.“ segir Tóti.

Hér kemur spá Þóris:

 

Laugardagur 12. September

11:30 Fulham v Arsenal   0-2

14:00 Crystal Palace v Southampton 1-0

16:30 Liverpool v Leeds 3-1

19:00 West Ham v Newcastle 1-2

Sunnudagur 13. September

13:00 West Brom v Leicester 1-2

15:30 Spurs v Everton  1-1

Mánudagur 14. September

17:00 Sheffield Utd v Wolves 1-0

19:15 Brighton v Chelsea 0-2

frestaðir leikir

Burnley v Man Utd 0-2

Man City v Aston Villa 3-0

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar