Tippari vikunnar – Ingibjörg Guðmundsdóttir
Þá er komið að annari umferð Tippara vikunnar í boði Sport og Grill Smáralind.
Í síðustu umferð var Þórir Örn Grétarsson með 6 rétta, hann á inni 2 frestaða leiki sem fóru ekki fram í þeirri umferð.
En þá að næstu umferð
Ingibjörg Guðmundsdóttir formaður Meistardeildarinnar í hestaíþróttum er tippari vikunnar hjá Eiðfaxa
„Deildin í vetur mun verða mjög spennandi en það liggur í augum uppi að Liverpool munu verða aftur Englandsmeistarar ! Þessi helgi mun leggja tóninn að því sem koma skal og munu meistararnir leggja Chelsea menn á sunnudaginn. Þrátt fyrir tap Chelsea hvet ég áhorfendur sem hafa engan brjálaðan áhuga á fótbolta að kynna sér bara leikmann þeirra nr 18 en hann stendur alveg undir væntingum.“ Segir Ingibjörg
,,Ég þakka að sjálfsögðu áskorunina og áskil mér fullan rétt til að leita stuðnings og blessunar hjá miklum meisturum Guðna Bergssyni formanni KSI og Hilmari Björnssyni yfirmanni íþróttadeildar RÚV“
Spá Ingibjargar :
Everton 3-2 West Bromwich Albion, laugardag kl 11:30
Gylfi og félagar vinna leikinn 3-2 eftir að hafa lent tvisvar undir.
Leeds United 3–0 Fulham, laugardag kl 14:00
Leeds tapar ekki sínum fyrsta heimaleik í deildinni í 16 ár. Auðveldur 3-0 sigur.
Manchester United 3-1 Crystal Palace, laugardag kl 16:30
Rauðu djöflarnir verða í stuði á Old Trafford og vinna sannfærandi 3-1 sigur.
Arsenal 3-0 West Ham United, laugardag kl 19:00
Arsenal byrjuðu tímabilið vel með 3-0 sigri á Fulham. Það verður sama uppá teningnum á Emirates, 3-0 sigur gegn slöku liði West Ham.
Southampton 0–1 Tottenham, sunnudag kl 11:00
Liðsmenn José Mourinho í Tottenham merja sigur á síðustu mínútu leiksins.
Newcastle United 4-0 Brighton & Hove Albion, sunnudag kl 13:00
KR-búningarnir klikka seint…hmmm eða Juventus-búningarnir og þá sérstaklega einn leikmaður í þeim búning ? Newcastle tekur Brighton í kennslustund, lokatölur 4-0.
Chelsea 1–2 Liverpool, sunnudag kl 15:30
Stál í stál hjá Klopp og Lampard. 1-1 í hörkuleik. Obb bobb bob ! stopp hér háttvirtu ráðgjafar ! Thiago kemur sterkur inn í fyrsta leik peppar mannskapinn og tekur nokkra mín í leiknum ! Leikurinn fer 1-2. Hér erum við að tala um popp og kók !
Leicester City 3–3 Burnley, sunnudag kl 18:00
Fjörugur leikur yfir sunnudagssteikinni. Tvö rauð spjöld.
Matseðill dagsins að hætti Svans hjá Grillvagninum: Heilgrillað lambalæri, Osta-Gratínkartöflur, ferskt salat m/Feta, léttristað grænmeti, maísbaunir, hunangssinnepssósa og Bernaisesósa. OG ííííískaldur á kanntinn. Over and out !
Aston Villa 0-0 Sheffield United, sunnudag kl 17:00
Ekkert að frétta í þessum leik. Steindautt markalaust jafntefli.
Wolverhampton 1-4 Manchester City, sunnudag kl 19:15
Úlfarnir byrja vel og skora fyrst markið en þá fer City vélin í gang og klára leikinn.
Góða fótboltahelgi !
Staðan: