Fjölmargir stóðhestar að skila myndarlegum afkvæmum

  • 5. október 2020
  • Fréttir

Af þeim stóðhestum sem eiga 4-9 afkvæmi fullnaðardæmd á árinu eru afkvæmi Stjörnustæls með hæsta einkunn í sköpulagi

Þegar öllum kynbótasýningum er lokið er hægt, með hjálp Worldfengs, að setjast niður og reikna út hin ýmsu meðaltöl hrossaræktendum til gagns og fróðleiks.

Við ætlum að hefja yfirrreið okkar á því að skoða þá stóðhesta sem áttu 4-9 sýnd afkvæmi á árinu í fullnaðardómi og rýna í meðaltöl þeirra eiginleika sem dæmdir eru í sköpulagi ásamt meðaltalseinkunn sköpulags afkvæma þeirra, en hestunum er raðað eftir þeirri einkunn.

Síðar meir munum við taka fyrir, hér á vefsíðu Eiðfaxa, þá stóðhesta sem eiga 10 eða fleiri afkvæmi og þá einnig skoða báða þessa hópa með tilliti til hæfileika.

Undan Stjörnustæl frá Dalvík komu 7 afkvæmi til dóms og er meðaltal sköpulags einkunnar þeirra hæst í þessu úrtaki. Þá hlutu þau að meðaltali 8,71 fyrir samræmi sem er hæsta meðaltal þeirra stóðhesta er hér um ræðir.

Þegar rýnt er í meðaltalseinkunnir afkvæma þessarra stóðhesta má sjá að þeir Skaginn frá Skipaskaga og Draupnir frá Stuðlum eiga yngstu afkvæmin sem komu til dóms á árinu en meðaltals aldur þeirra eru 4,5 ár. Undan Skaganum komu 8 afkvæmi til dóms og undan Draupni 4.

Skaginn frá Skipaskaga á þau afkvæmi sem hæsta einkunn hlutu að meðaltali fyrir höfuð og háls, herðar og bóga. Meðaltal einkunnar  afkvæma hans fyrir höfuð var 8,50 og meðaltal einkunnar fyrir háls,herðar og bóga var 8,75.

Af þeim stóðhestum sem eiga 4-9 afkvæmi fullnaðardæmd á árinu að þá er Erill frá Einhamri 2 með hæstu meðaltalseinkunn á baki og lend en hún er 8,75 og á hann 4 fullnaðardæmd afkvæmi á árinu.

Þeir Sólon frá Skáney, Huginn frá Haga og Klakinn frá Skagaströnd eru jafnir hvað eiginleikann fótagerð varðar með 8,50 í meðaltalseinkunn afkvæma. Allir áttu þeir 4 dæmd afkvæmi á árinu í fullnaðardómi.

Afkvæmi Sólons voru einnig hæst fyrir réttleika sem og prúðleika. Meðaltalseinkunn réttlega var 8,25 og prúðleika 8,88

Þeir Þórálfur frá Prestsbæ og Uggi frá Bergi voru báðir með 5 sýnd afkvæmi í fullnaðardómi og var meðaltals einkunn fyrir hófa 8,50 sem er það hæsta í þessum eiginleika.

Hér fyrir neðan má sjá meðaltals einkunnir afkvæma þessarra stóðhesta í öllum eiginleikum dæmdum í sköpulagi.

 

 

 

 

 

Faðir Fj. fullnaðardæmdra Meðalaldur Höfuð Háls,herðar &
bógar
Bak&lend Samræmi Fótagerð Réttleiki Hófar Prúðleiki Sköpulag
Stjörnustæll frá Dalvík 7 5,6 8,00 8,64 8,57 8,71 8,29 8,00 8,21 7,21 8,410
Skaginn frá Skipaskaga 8 4,5 8,50 8,75 8,38 8,56 8,13 7,88 8,13 7,75 8,385
Rammi frá Búlandi 4 5,8 7,63 8,38 8,38 8,50 8,38 7,75 8,38 8,25 8,315
Klakinn frá Skagaströnd 4 6,3 7,50 8,63 8,13 8,50 8,50 7,38 8,13 8,63 8,300
Narri frá Vestri-Leirárgörðum 7 5,7 7,79 8,43 8,43 8,57 7,86 8,14 8,21 8,14 8,296
Straumur frá Feti 4 5,8 8,25 8,38 8,38 8,38 7,88 8,00 8,50 8,00 8,293
Krókur frá Ytra-Dalsgerði 5 6,2 7,80 8,50 8,20 8,50 8,30 7,60 8,30 7,80 8,280
Kolskeggur frá Kjarnholtum 1 7 5,6 8,36 8,36 8,14 8,50 8,36 7,86 8,07 7,86 8,261
Hersir frá Lambanesi 9 5,4 7,94 8,33 8,39 8,44 8,00 7,89 8,22 8,06 8,250
Lexus frá Vatnsleysu 6 5,7 8,33 8,58 8,33 8,42 7,75 7,42 8,17 7,92 8,247
Knár frá Ytra-Vallholti 6 6,7 7,75 8,25 8,25 8,67 8,17 7,83 8,25 7,67 8,247
Hreyfill frá Vorsabæ2 7 5,3 8,14 8,50 8,29 8,21 8,07 7,57 8,36 8,00 8,243
Hákon frá Ragnheiðarstöðum 5 5,6 8,00 8,50 8,30 8,40 8,30 7,70 8,00 7,60 8,242
Pistill frá Litlu-Brekku 4 5,3 8,00 8,38 8,25 8,50 8,13 7,50 8,38 7,50 8,240
Sólon frá Skáney 4 8,3 8,38 8,38 8,13 8,00 8,50 8,25 8,00 8,88 8,235
Draupnir frá Stuðlum 4 4,5 8,38 8,63 8,25 8,38 7,88 7,63 8,00 7,63 8,230
Gangster frá Árgerði 6 5,3 8,17 8,50 8,50 8,08 7,92 7,92 8,17 7,92 8,225
Stormur frá Herríðarhóli 5 5,8 7,90 8,40 8,20 8,40 8,10 7,50 8,40 7,70 8,222
Grímur frá Efsta-Seli 9 5,6 8,11 8,44 8,11 8,50 8,28 7,39 7,94 8,17 8,221
Gaumur frá Auðsholtshjáleigu 5 8,6 8,10 8,50 8,40 8,40 7,90 7,40 8,00 7,90 8,214
Organisti frá Horni I 5 5,0 7,60 8,40 8,20 8,30 8,10 7,60 8,50 7,80 8,212
Þórálfur frá Prestsbæ 5 5,2 8,00 8,10 8,20 8,20 8,20 7,70 8,60 8,40 8,202
Depill frá Votmúla 4 7,3 7,88 8,38 8,25 8,25 8,00 7,88 8,25 7,88 8,195
Sædynur frá Múla 5 8,0 7,90 8,50 7,80 8,20 8,00 8,00 8,40 8,00 8,178
Erill frá Einhamri 2 4 5,0 7,88 8,38 8,75 8,25 7,75 7,88 8,00 7,00 8,170
Hringur frá Gunnarsstöðum 1 8 5,0 7,88 8,50 8,31 8,38 7,94 7,50 8,06 7,19 8,169
Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum 8 8,0 8,13 8,56 8,19 8,25 7,94 7,75 8,00 7,38 8,169
Gandálfur frá Selfossi 4 6,8 8,25 8,50 7,88 8,13 7,88 7,50 8,50 8,13 8,168
Auður frá Lundum II 5 8,4 7,80 8,40 8,30 8,30 7,90 7,60 8,20 7,50 8,160
Markús frá Langholtsparti 5 5,6 7,80 8,30 8,00 8,30 8,20 7,90 8,00 8,30 8,148
Uggi frá Bergi 5 6,4 7,90 8,20 7,70 8,30 8,10 7,60 8,60 8,40 8,144
Konsert frá Korpu 5 6,0 7,60 8,20 8,50 8,40 7,90 7,40 8,30 6,80 8,128
Teigur vom Kronshof 6 6,3 7,83 8,33 8,08 8,42 7,92 7,58 8,00 7,83 8,120
Kappi frá Kommu 5 8,0 7,40 8,10 8,00 8,40 8,40 7,50 8,10 8,40 8,118
Kvistur frá Skagaströnd 5 6,8 8,00 8,30 8,10 8,20 7,90 7,60 8,10 8,20 8,112
Huginn frá Haga 1 4 7,3 7,50 8,38 8,13 8,00 8,50 8,00 7,88 7,75 8,105
Smári frá Skagaströnd 8 7,1 7,75 8,31 8,00 8,19 8,06 7,81 8,06 8,06 8,104
Jarl frá Miðkrika 4 5,5 8,00 8,25 7,75 8,13 8,25 7,75 8,38 7,75 8,100
Hrafn frá Efri-Rauðalæk 5 6,0 8,00 8,10 8,00 8,20 8,00 7,80 8,10 8,40 8,082
Mídas frá Kaldbak 6 7,7 8,17 8,25 7,67 8,25 7,92 7,25 8,50 7,83 8,075
Garri frá Reykjavík 8 7,1 8,06 8,19 7,94 8,19 7,88 7,75 8,00 8,69 8,075
Fláki frá Blesastöðum 1A 4 6,3 8,25 8,13 7,88 7,88 8,13 8,13 8,25 8,25 8,068
Þristur frá Feti 6 7,2 7,83 8,42 7,75 8,00 7,92 7,50 8,33 8,08 8,060
Hágangur frá Narfastöðum 5 6,8 7,80 8,10 7,90 8,10 8,30 7,50 8,20 8,10 8,056
Tígull fra Kleiva 5 7,2 7,90 8,20 7,90 8,10 8,00 7,70 8,10 8,40 8,056
Korgur frá Ingólfshvoli 8 7,4 7,94 8,31 7,88 7,81 8,19 8,00 8,19 7,88 8,053
Vákur frá Vatnsenda 7 5,7 8,00 8,36 8,00 8,14 8,00 7,36 8,07 7,07 8,044
Orri frá Þúfu í Landeyjum 7 8,9 8,00 8,21 7,86 7,93 7,86 7,64 8,50 7,93 8,043
Lykill frá Blestastöðum 1a 5 6,8 7,90 8,10 7,70 8,30 8,10 7,60 8,20 7,90 8,042
Vaki fran Osteraker 5 5,0 8,10 8,30 7,60 8,30 7,60 7,30 8,40 7,90 8,038
Vilmundur frá Feti 6 7,0 7,83 8,25 7,67 8,00 7,83 7,83 8,42 7,75 8,015
Hraunar frá Efri-Rauðalæk 5 9,6 7,20 8,20 7,60 8,20 8,20 7,40 8,30 7,20 7,976
Klettur frá Hvammi 4 11,3 7,88 8,13 8,00 7,88 7,63 7,50 8,38 7,63 7,965
Víðir frá Prestsbakka 4 7,3 7,63 8,13 8,00 8,00 7,88 7,75 7,88 8,00 7,960
Spólíant vom Lipperthof 4 5,5 7,88 8,13 7,63 8,00 8,13 7,25 8,00 8,25 7,945
Dagfari frá Sauðárkróki 4 6,5 7,50 7,88 7,88 7,88 8,13 7,38 8,25 8,75 7,945
Illingur frá Tóftum 5 6,4 7,90 7,90 8,00 7,80 8,30 8,00 7,70 8,20 7,932
Krákur frá Blesastöðum 1A 9 8,3 7,50 8,11 7,83 7,94 8,17 7,39 7,89 8,00 7,928
Bassi frá Efri-Fitjum 4 8,0 7,88 8,00 7,88 8,13 7,63 7,13 8,25 7,63 7,923
Óðinn vom Habichtswald 5 5,2 8,00 8,30 7,60 8,20 7,70 7,40 7,80 7,30 7,918
Magnus fra Moselundgard 5 7,0 8,00 8,10 7,20 7,90 8,00 7,90 8,10 8,30 7,898
Rökkvi frá Hárlaugsstöðum 4 10,3 7,63 8,00 8,00 8,00 7,75 7,63 8,00 7,25 7,898
Viking fran Österaker 4 5,0 7,75 8,00 7,50 7,88 8,00 7,88 8,00 7,88 7,868
Eldjárn frá Tjaldhólum 4 9,5 7,63 7,88 7,50 7,63 7,63 7,88 8,00 7,88 7,743

 

Ef þú ert að skoða töfluna í síma er hægt að færa sig fram og til baka á töflunni til þess að sjá alla eiginleika.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar