Fjórðungsmót á Vesturlandi næsta sumar

Arna frá Skipaskaga stóð efst í B-flokki gæðinga á FM2017
Vestlendingar blása til fjórðungsmóts!
Fjórðungsmót Vesturlands verður haldið í Borgarnesi dagana 8.-11. júlí
2021.

Það fór vel um áhorfendur á síðasta Fjórðungsmóti árið 2017
Að mótinu standa hestamannafélögin á Vesturlandi; Borgfirðingur,
Snæfellingur, Dreyri og Glaður en auk þeirra verður félögum í
Húnavatnssýslum, Skagafirði og á Vestfjörðum boðið til keppni.
Dagskrá,
keppnisgreinar og annað fyrirkomulag verður auglýst á næstunni.
