Vesturlandsdeildin í hestaíþróttum – Lið Skipanes/Steinsholt

Fyrsta liðið sem við viljum kynna fyrir ykkur er lið Skipanes/Steinsholt
–
Liðstjóri er Marie Greve Rasmussen, hrossabóndi, tamningamaður og hobby sauðfjárbóndi á Steinsholti, Leirársveit. Hún er menntaður félagsráðgjafi en hefur unnið með hross undanfarin rúmlega 20 ár eða síðan 1997 þegar hún kom fyrst til Íslands. Marie hefur ekki verið mjög virk á keppnisvellinum undanfarið en þetta verður hennar annað ár í Vesturlandsdeildinni.
–
Vibeke Thoresen, 24 ára frá Noregi. Hún flutti til Borgarfjarðar árið 2015 og vann á Lundum áður en hún fór í Hólaskóla og er útskrifuð þaðan sem þjálfari- og reiðkennari. Hún er núna í meistaranámi í hestafræði og stundar það nám í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Einnig er hún er að temja og þjálfa hross á Runnum. Þetta er hennar fyrsta ár í Vesturlandsdeildinni.
–
Viktoría Gunnarsdóttir, 23 ára. Er búsett á Akranesi, er í fæðingarorlofi og þjálfar hross samhliða því. Hún hefur keppt mikið sem barn og unglingur og er þetta hennar fyrsta ár í Vesturlandsdeildinni.
–
Karen Líndal Marteinsdóttir er reiðkennara frá Hólum og hefur náð góðum árangri á Íslands- og Landsmótum og keppt tvisvar sinnum fyrir hönd Íslands á Heimsmeistaramóti Íslenska hestsins.
–
Svandís Lilja Stefánsdóttir, 24 ára. Hún stundar hestamennsku í Skipanesi ásamt því að læra sálfræði í HA í fjarnámi og tekur einstaka vaktir í Norðuráli. Hún hefur stundað hestamennsku síðan hún fór að halda haus. Hún var dugleg að keppa í yngri flokkum en þetta er hennar annað ár í Vesturlandsdeildinni.
Dagskrá Vesturlandsdeildarinnar árið 2021
26. febrúar – Fjórgangur
12. mars – Slaktaumatölt
25. mars – Gæðingafimi
15. apríl – Fimmgangur
30. apríl – Tölt og Skeið
Streymt verður á Alendis TV frá Faxaborg – Borgarnesi
