Folaldasýning Sörla – Jón og Þorvaldur dæma

Hin sívinsæla folaldasýning Sörla verður haldin nk. laugardag, 13. mars í reiðhöll Sörla í Hafnarfirði og hefst hún klukkan 13.
Von er á mörgum stórættuðum og glæsilegum folöldum á svæðið og þá dugar ekkert minna en alvöru kynbótadómarar til að leggja mat á slíka hóp. Tveir slíkir munu sjá um að dæma vonarstjörnur framtíðarinnar á laugardaginn kemur, þeir Jón Vilmundarson og Þorvaldur Kristjánsson, sem eiga áratuga reynslu að baki í dómstörfum og eru því sannkallaðir reynsluboltar í faginu.
Skráning: senda á netfangið topphross@gmail.com. Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:
- -Nafn folalds
- -Nafn móður og föður folalds
- -Litur
- -Eigandi og ræktandi folalds
Skráningargjald fyrir folald er 2.000 kr og greiða skal inn á reikning: 0545-26-3615, kennitala: 640269-6509. Vinsamlegast sendið staðfestingu á netfangið topphross@gmail.com með nafni folalds sem skýringu.
Ekki missa af folaldasýningu Sörla nk. laugardag!