Fenrir frá Feti skiptir um eigendur

  • 8. mars 2021
  • Fréttir

Enn berast fréttir af eigendaskiptum á þekktum og vinsælum stóðhestum. Nýjustu fréttir herma að glæsihesturinn Fenrir frá Feti sé seldur. Nýr eigandi Fenris er hinn norski Nils-Christian Larsen sem er meðal þekktustu og vinsælustu knapa í Evrópu.

Fenrir er sex vetra gamall, sonur Loka frá Selfossi og Fljóðar frá Feti. Ræktandi Fenris er hrossaræktarbúið Fet en eigandi fyrir söluna var Ármann Sverrisson. Hann hefur hlotið fyrir sköpulag 8,69, fyrir hæfileika 8,51 (hæfileikar án skeiðs upp á 9,15) og í aðaleinkunn 8,57 (aðaleinkunn án skeiðs 8,98). Hlaut hann meðal annars einkunnina 10 fyrir hægt stökk og 9,5 fyrir greitt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið.

Ekki er vitað hvenær Fenrir heldur til síns nýja eiganda í Danmörku en þó er búið að gefa út að hann muni sinna hryssum á Íslandi á komandi sumri.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar