Hvernig fannst þér takast til með Landssýningu síðasta sumar ?

Landssýning kynbótahrossa var haldin á Gaddstaðaflötum í fyrsta skipti síðastliðið sumar. Á sýningunni komu fram tíu hæst dæmdu stóðhestar og hryssur vorsins 2020 í öllum aldursflokkum, auk þess sem þeir afkvæmahestar sem náðu lágmörkum til fyrstu verðlauna og heiðursverðlauna komu fram ásamt afkvæmum sínum. Eiðfaxi spurði hestafólk á förnum vegi hvernig því hefði fundist takast til með landssýningu síðasta árs og hvort að þarna væri komið framtíðarform kynbótasýninga á Landsmótum. Svör þeirra má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.