„Geiri getur núna gert nýja jakka með fimm stjörnum“
Lið Top Reiter stóð uppi sem heildarsigurvegari í liðakeppni Meistaradeildarinnar og var það í fimmta skipti sem liðið hlýtur titilinn.
Liðsmenn þess eru Árni Björn Pálsson, Eyrún Ýr Pálsdóttir, Hanna Rún Ingibergsdóttir, Konráð Valur Sveinsson og liðstjórinn Teitur Árnason.
Þau mættu í viðtal við AlendisTV að lokakvöldinu loknu þar sem þau fóru yfir víðan völl, viðtalið má horfa á í spilaranum hér að ofan.