Nú þegar orðið fullt á Gaddstaðaflötum

Gaddstaðaflatir verða oft fyrir valinu þegar sýna á kynbótahross.
Skráning á kynbótasýningar hófst í morgun og nú þegar er búið að fylla í öll pláss á einni sýningu. Sýningin sem um ræðir er Vorsýning á Gaddstaðaflötum, dagana 7. til 11.júní en alls eru þar skráð 130 og því ekki hægt að skrá meira á þá sýningu.
Skráning á aðrar sýningar vorsins virðist fara rólegar af stað ef undanskildar eru Gaddstaðaflatir dagana 31.maí til 4.júni og á sama staða 14. til 18.júní þar sem nokkrir tugir hrossa hafa þegar verið skráð þegar þetta er ritað.
Af þessu má dæma að ræktendur stefni á að sýna töluverðan fjölda af hrossum í vor og þá virðist vera að í flestum tilfellum verði Gaddstaðaflatir fyrir valinu sem sýningarstaður.