Valdís Björk vann til verðlauna við útskrift Hólanema
Reiðsýning útskriftarnema frá hestafræðideild Hólaskóla fór fram í gær og var felld inn í dagskrá hestaíþróttamóts UMSS og hestamannafélagsins Skagfirðings, sem fram fer nú á Hólum í Hjaltadal. Alls voru það 19 nemendur sem tóku þátt í sýningunni.
Valdís Björk Guðmundsdóttir vann verðlaunagripinn Morgunblaðshnakkinn sem veittur er fyrir besta heildarárangur í öllum reiðmennskugreinum í BS-námi í reiðmennsku og reiðkennslu og verðlaun Félags tamningamanna fyrir besta árangur á lokaprófi í reiðmennsku.
Eiðfaxi óskar henni til hamingju með frábæran árangur og öllum þeim framtíðar hestamönnum sem nú útskrifast frá Háskólanum á Hólum.