„Ég er mjög heppin að hafa þennan elskulega hest“
Embla Moey Guðmarsdóttir stóð uppi sem sigurvegari í barnaflokki á Skandal frá Varmalæk 1 með 8,73 í einkunn. Í öðru sæti varð Indriði Rökkvi Ragnarsson á Grifflu frá Grafarkoti með 8,33 og í því þriðja Kristín Eir Hauksdóttir Holaker á Ísari frá Skáney með 8,31 í einkunn.
Eiðfaxi tók Emblu Moey tali eftir úrslitin og má horfa á viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Sæti | Keppandi | Heildareinkunn |
1 | Embla Moey Guðmarsdóttir / Skandall frá Varmalæk 1 | 8,73 |
2 | Indriði Rökkvi Ragnarsson / Griffla frá Grafarkoti | 8,33 |
3 | Kristín Eir Hauksdóttir Holake / Ísar frá Skáney | 8,31 |
4 | Aþena Brák Björgvinsdóttir / Hrafntinna frá Lárkoti | 8,22 |
5 | Anton Már Greve Magnússon / Hnokki frá Eyri | 8,14 |
6 | Jólín Björk Kamp Kristinsdótti / Kjarval frá Hjaltastaðahvammi | 8,04 |
7 | Haukur Orri Bergmann Heiðarsson / Abba frá Minni-Reykjum | 8,03 |
8 | Hjördís Halla Þórarinsdóttir / Flipi frá Bergsstöðum Vatnsnesi | 7,04 |