Stórkostlegur dagur í Hafnarfirði

  • 16. júlí 2021
  • Fréttir

Ragnar Snær og Rauðka eru efst í tölti barna

Öðrum keppnisdeginum er nú lokið á Íslandsmóti barna og unglinga í Hafnarfirði og í dag var keppt í slaktaumatölti og tölti auk þess að Íslandsmeistarar voru krýndir í fimi. Forkeppni í hringvallargreinun er því hér með lokið á mótinu.

Þær systur Þógunnur Þórarinsdóttir og Hjördís Halla Þórarinsdóttir eru fyrstu Íslandsmeistarar ársins í yngri flokkum því þær gerðu sér lítið fyrir í kvöld og unnu sitthvora fimikeppnina í sínum aldursflokki. Glæsilegt afrek hjá þeim og til marks um góða þjálfun og uppbyggingu.

Í slaktaumatölti unglinga eru þær Hekla Rán Hannesdóttir og Védís Huld Sigurðardóttir jafnar með einkunnina 7,43 og því framundan spennandi keppni. Næsti keppandi er þó ekki langt undan því Glódís Líf Gunnarsdóttir er með 7,37.

Í sömu grein en þó í barnaflokki leiðir Lilja Rún Sigurjónsdóttir með nokkrum yfirburðum á Arion frá Miklholti með 7,17 í einkunn. Sigrún Helga, ríkjandi Íslandsmeistari í greininni, er með 6,97 í öðru sæti og í því þriðja er Ragnar Snær Viðarsson á Meitli frá Akureyri með 6,73.

Ragnar Snær gerði það einnig gott í tölti barna því þar er hann á toppnum með einkunnina 7,00 á Rauðku frá Ketilssstöðum. í öðru sæti er Embla Moey Guðmarsdóttir á Skandal frá Varmalæk 1 með einkunnina 6,90.

Það var svo sannkölluð veisla í Tölti T1 unglinga þar sem margar æðislegar sýningar litu dagsins ljós. Signý Sól Snorradóttir er á toppnum með 7,57 í einkunn á Þokkadís frá Strandarhöfði jöfn í 2.-3. sæti eru Sprettsfélagarnir Hulda María Sveinbjörnsdóttir á Garpi frá Skúfslæk og Sigurður Baldur Ríkharðsson á Auðdísi frá Traðarlandi bæði með 7,37.

 

Laugardagur 17 júlí

Kl. 10:00 – 11:35 Gæðingaskeið PP1

Kl. 11:35 – 11:50 Verðlaunaafhending Gæðingaskeið PP1

Kl. 11:50 – 12:20 B-Úrslit Fjórgangur V1 Unglingaflokkur

Kl. 12:20 – 12:50 B-Úrslit Fjórgangur V2 Barnaflokkur

Kl. 12:50 – 14:30 MATARHLÉ

Kl. 14:30 – 15:10 B-Úrslit Fimmgangur F2 Unglingaflokkur

Kl. 15:10 – 15:30 B-Úrslit Tölt T4 Unglingaflokkur

Kl. 15:30 – 15:50 B-Úrslit Tölt T3 Barnaflokkur

Kl. 15:50 – 16:20 B-Úrslit Tölt T1 Unglingaflokkur

Kl. 16:20 – 16:40 KAFFIHLÉ

Kl. 16:40 – 17:30 100m Flugskeið P2

Kl. 17:30 – 17:45 Verðaunaafhending

 

Niðurstöður dagsins

Unglingaflokkur tölt T1

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Signý Sól Snorradóttir / Þokkadís frá Strandarhöfði 7,57
2-3 Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Garpur frá Skúfslæk 7,37
2-3 Sigurður Baldur Ríkharðsson / Auðdís frá Traðarlandi 7,37
4 Védís Huld Sigurðardóttir / Dökkvi frá Ingólfshvoli 7,27
5-6 Sara Dís Snorradóttir / Flugar frá Morastöðum 7,20
5-6 Matthías Sigurðsson / Drottning frá Íbishóli 7,20
7 Guðný Dís Jónsdóttir / Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ 7,13
8 Sigurbjörg Helgadóttir / Elva frá Auðsholtshjáleigu 7,03
9-10 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal / Ósvör frá Lækjamóti 7,00
9-10 Rakel Gígja Ragnarsdóttir / Trygglind frá Grafarkoti 7,00
11-12 Auður Karen Auðbjörnsdóttir / Eldar frá Efra – Holti 6,90
11-12 Anna María Bjarnadóttir / Tónn frá Hjarðartúni 6,90
13 Kristján Árni Birgisson / Viðar frá Eikarbrekku 6,87
14-15 Sigurður Baldur Ríkharðsson / Trymbill frá Traðarlandi 6,83
14-15 Svandís Aitken Sævarsdóttir / Fjöður frá Hrísakoti 6,83
16 Guðný Dís Jónsdóttir / Kúla frá Laugardælum 6,80
17-18 Þórgunnur Þórarinsdóttir / Djarfur frá Flatatungu 6,77
17-18 Glódís Líf Gunnarsdóttir / Hekla frá Hamarsey 6,77
19 Eygló Hildur Ásgeirsdóttir / Saga frá Dalsholti 6,70
20-23 Júlía Björg Gabaj Knudsen / Svala frá Oddsstöðum I 6,67
20-23 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal / Kormákur frá Kvistum 6,67
20-23 Védís Huld Sigurðardóttir / Tenór frá Litlu-Sandvík 6,67
20-23 Herdís Björg Jóhannsdóttir / Snillingur frá Sólheimum 6,67
24-28 Helena Rán Gunnarsdóttir / Goði frá Ketilsstöðum 6,57
24-28 Oddur Carl Arason / Tinni frá Laugabóli 6,57
24-28 Kolbrún Katla Halldórsdóttir / Sigurrós frá Söðulsholti 6,57
24-28 Kolbrún Sif Sindradóttir / Orka frá Stóru-Hildisey 6,57
24-28 Sigurður Steingrímsson / Eik frá Sælukoti 6,57
29-31 Kolbrún Sif Sindradóttir / Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum 6,50
29-31 Júlía Björg Gabaj Knudsen / Alsæll frá Varmalandi 6,50
29-31 Svandís Aitken Sævarsdóttir / Huld frá Arabæ 6,50
32-33 Matthías Sigurðsson / Dýri frá Hrafnkelsstöðum 1 6,43
32-33 Lilja Dögg Ágústsdóttir / Hreimur frá Hólabaki 6,43
34 Þorbjörg H. Sveinbjörnsdóttir / Ísó frá Grafarkoti 6,40
35 Eva Kærnested / Bragur frá Steinnesi 6,37
36-38 Lilja Dögg Ágústsdóttir / Sólborg frá Sigurvöllum 6,33
36-38 Kristín Karlsdóttir / Ómur frá Brimilsvöllum 6,33
36-38 Natalía Rán Leonsdóttir / Stjörnunótt frá Litlu-Gröf 6,33
39 Steinunn Lilja Guðnadóttir / Heppni frá Þúfu í Landeyjum 6,23
40 Herdís Björg Jóhannsdóttir / Snædís frá Forsæti II 6,13
41 Magnús Máni Magnússon / Stelpa frá Skáney 6,07
42 Oddur Carl Arason / Hrólfur frá Hraunholti 6,00
43 Þórgunnur Þórarinsdóttir / Hnjúkur frá Saurbæ 5,93
44 Aðalbjörg Emma Maack / Daníel frá Vatnsleysu 5,87
45 Birna Diljá Björnsdóttir / Hófý frá Hjallanesi 1 5,77
46 Selma Leifsdóttir / Sæla frá Eyri 5,73
47 Sara Dís Snorradóttir / Bálkur frá Dýrfinnustöðum 5,63
48-49 Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson / Fluga frá Prestsbakka 5,50
48-49 Jessica Ósk Lavender / Gjöf frá Brenniborg 5,50
50 Aldís Arna Óttarsdóttir / Þrándur frá Sauðárkróki 4,87
51 Aldís Arna Óttarsdóttir / Töfri frá Akureyri 4,60
52 Eva Kærnested / Logi frá Lerkiholti 0,00

Barnaflokkur tölt

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Ragnar Snær Viðarsson / Rauðka frá Ketilsstöðum 7,00
2 Embla Moey Guðmarsdóttir / Skandall frá Varmalæk 1 6,90
3-4 Elva Rún Jónsdóttir / Roði frá Margrétarhofi 6,83
3-4 Ragnar Snær Viðarsson / Svalur frá Rauðalæk 6,83
5 Elísabet Líf Sigvaldadóttir / Sumarliði frá Hárlaugsstöðum 2 6,70
6-7 Hjördís Halla Þórarinsdóttir / Flipi frá Bergsstöðum Vatnsnesi 6,60
6-7 Þórhildur Helgadóttir / Kóngur frá Korpu 6,60
8 Elísabet Vaka Guðmundsdóttir / Heiðrún frá Bakkakoti 6,57
9-10 Þórhildur Lotta Kjartansdóttir / Sikill frá Árbæjarhjáleigu II 6,50
9-10 Lilja Rún Sigurjónsdóttir / Þráður frá Egilsá 6,50
11 Dagur Sigurðarson / Garún frá Þjóðólfshaga 1 6,43
12-13 Eyvör Vaka Guðmundsdóttir / Bragabót frá Bakkakoti 6,27
12-13 Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir / Ernir  Tröð 6,27
14 Kristín Eir Hauksdóttir Holake / Sóló frá Skáney 6,23
15 Sigrún Helga Halldórsdóttir / Snotra frá Bjargshóli 6,20
16 Þórhildur Lotta Kjartansdóttir / Göldrun frá Hákoti 6,17
17-18 Sigrún Helga Halldórsdóttir / Hugur frá Kálfholti 6,00
17-18 Hulda Ingadóttir / Draumur frá Hofsstöðum, Garðabæ 6,00
19 Hulda Ingadóttir / Elliði frá Hrísdal 5,90
20 Hákon Þór Kristinsson / Andvari frá Kvistum 5,73
21 Ísabella Helga Játvarðsdóttir / Von frá Seljabrekku 5,63
22 Kristín María Kristjánsdóttir / Leiftur frá Einiholti 2 5,03
23 Ögn H. Kristín Guðmundsdóttir / Tannálfur frá Traðarlandi 0,00

Barnaflokkur slaktaumatölt

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Lilja Rún Sigurjónsdóttir / Arion frá Miklholti 7,17
2 Sigrún Helga Halldórsdóttir / Gefjun frá Bjargshóli 6,97
3 Ragnar Snær Viðarsson / Meitill frá Akureyri 6,73
4 Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir / Komma frá Traðarlandi 6,60
5 Þórhildur Helgadóttir / Gjafar frá Hæl 6,47
6 Hulda Ingadóttir / Gígur frá Hofsstöðum, Garðabæ 6,00
7 Apríl Björk Þórisdóttir / Bruni frá Varmá 5,37
8 Bjarndís Rut Ragnarsdóttir / Tenór frá Hemlu II 4,77
9 Ögn H. Kristín Guðmundsdóttir / Spekingur frá Litlu-Hlíð 4,67
10 Dagur Sigurðarson / Fold frá Jaðri 0,00

Tölt T2 unglingaflokkur

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1-2 Hekla Rán Hannesdóttir / Þoka frá Hamarsey 7,43
1-2 Védís Huld Sigurðardóttir / Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 7,43
3 Glódís Líf Gunnarsdóttir / Magni frá Spágilsstöðum 7,37
4 Signý Sól Snorradóttir / Rafn frá Melabergi 7,23
5 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal / Freyðir frá Leysingjastöðum II 7,17
6 Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir / Þytur frá Stykkishólmi 7,13
7 Selma Leifsdóttir / Glaður frá Mykjunesi 2 7,10
8 Matthías Sigurðsson / Dímon frá Laugarbökkum 7,03
9 Jón Ársæll Bergmann / Sóldögg frá Brúnum 7,00
10 Anna María Bjarnadóttir / Birkir frá Fjalli 6,97
11 Kristín Karlsdóttir / Skál frá Skör 6,93
12-13 Eva Kærnested / Ófeigur frá Þingnesi 6,90
12-13 Kristján Árni Birgisson / Rut frá Vöðlum 6,90
14-15 Fanndís Helgadóttir / Ötull frá Narfastöðum 6,87
14-15 Sara Dís Snorradóttir / Eldey frá Hafnarfirði 6,87
16 Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson / Polka frá Tvennu 6,80
17 Rakel Gígja Ragnarsdóttir / Griffla frá Grafarkoti 6,77
18 Selma Leifsdóttir / Hrafn frá Eylandi 6,70
19 Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Gustur frá Miðhúsum 6,63
20 Þórgunnur Þórarinsdóttir / Taktur frá Varmalæk 6,60
21-22 Þórey Þula Helgadóttir / Sólon frá Völlum 6,53
21-22 Herdís Björg Jóhannsdóttir / List frá Múla 6,53
23 Auður Karen Auðbjörnsdóttir / Hátíð frá Garðsá 6,43
24 Embla Lind Ragnarsdóttir / Mánadís frá Litla-Dal 6,30
25 Ágúst Einar Ragnarsson / Blæja frá Hafnarfirði 6,17
26 Bjarney Ásgeirsdóttir / Virðing frá Tungu 6,13
27 Þorbjörg H. Sveinbjörnsdóttir / Askur frá Hofsstöðum, Garðabæ 5,63
28 Lilja Dögg Ágústsdóttir / Tindur frá Þjórsárbakka 5,43

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar