Langflest hross dæmd á Íslandi í ár
Þrá frá Prestsbæ var eitt þeirra hrossa sem kom til dóms í ár, hér á Landssýningunni knapi: Þórarinn Eymundsson
Nú þegar kynbótaárinu er lokið er gaman að velta fyrir sér alls konar tölfræði tengt því.
Alls voru 1.771 fullnaðardómar kveðnir upp í ár í 9 mismunandi löndum. Það er örlítil fækkun frá fyrri árum. Langflestir þeirra voru á Íslandi eða alls 1.222 (63%). Erlendis voru flestir í Svíþjóð eða 255 talsins. Af þeim löndum þar sem kynbótasýningar voru haldnar voru fæstir fullnaðardómar í Finnlandi alls 1.
Hér fyrir neðan má sjá töflu með fjölda fullnaðardóma milli landa síðustu fimm árin.
| Land | 2017 | 2018 | 2019 | 2020 | 2021 |
| Austurríki | 21 | 31 | 17 | 44 | 15 |
| Kanada | 18 | 12 | 0 | 0 | 0 |
| Sviss | 16 | 0 | 13 | 13 | 8 |
| Þýskaland | 349 | 217 | 324 | 206 | 181 |
| Danmörk | 119 | 164 | 105 | 107 | 122 |
| Finnland | 7 | 7 | 7 | 9 | 1 |
| Færeyjar | 3 | 0 | 0 | 0 | 0 |
| Bretland | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
| Ísland | 1128 | 1390 | 1031 | 1222 | 1117 |
| Holland | 69 | 0 | 18 | 0 | 29 |
| Noregur | 38 | 57 | 69 | 43 | 43 |
| Svíþjóð | 313 | 312 | 256 | 289 | 255 |
| Bandaríkin | 0 | 14 | 8 | 0 | 0 |
| Samtals: | 2081 | 2204 | 1848 | 1933 | 1771 |
Minningarorð um Ragnar Tómasson