Ný hestaþáttasería að hefjast á Alendis TV
Stikla úr fyrsta þætti
Alendis.tv er að framleiða hestaþáttaseríu sem kallast Stables in Iceland eða Hesthús á Íslandi. Fyrsti þátturinn verður sýndur í næstu viku í opinni dagskrá á vef Alendis.tv kl: 20:00 mánudaginn 20. september næstkomandi.
Hérna má sjá stiklu úr fyrsta þættinum þar sem Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Reynir Örn Pálmason voru heimsótt á Margrétarhof á Króki í Ásahrepp.