Telur niðurstöðu lögreglu ranga

  • 26. október 2021
  • Fréttir
"Vill fá að vita afhverju blæðir úr dýrinu?"

Í samtali við Morgunblaðið telur Baldur Eiðsson, eigandi hrossanna sem fundust dauð í Landeyjunum í síðustu viku, úrskurð lögreglu og dýralæknis rangann. Telur hann að illa hafi verið staðið að rannsókninni og krefst skýringar á áverkum hrossanna ef ekki er um skotsár að ræða, en blæddi úr nösum á báðum hrossunum sem og úr bringu á öðru þeirra.

Það var í síðustu viku sem Baldur gekk fram á hrossin tvö þar sem þau lágu dauð í beitarhaga sem hann hefur til umráða. Vegna áverka hrossanna var talið líklegt að gæsaskyttur, sem höfðu sést til á veiðum í nágrenninu í leyfisleysi, bæru sök á verknaðinum.

Kærði Baldur málið til lögreglu en það var svo í gær sem lögreglan á Suðurlandi fór á vettvang ásamt dýralækni og skoðaði hræin útvortis. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að talið væri að hrossin hefðu drepist af náttúrulegum ástæðum „nákvæm skoðun leiddi í ljós að engin merki eru um skot eða skotsár á hræjunum og virðast hrossin hafa drepist af náttúrulegum ástæðum. Rannsókn málsins telst því lokið af hálfu lögreglu.“

Baldur telur rannsóknina ófullnægjandi og að illa hafi verið að henni staðið. Hann var viðstaddur þegar lög­regla og dýra­lækn­ir skoðuðu hræ­in og telur að þau hafi ekki mætt illa undirbúin á vettvang og staðið illa að skoðuninni, en sem dæmi þurfti hann að skaffa þeim einnota hanska fyrir skoðuna og ekki hafi verið reynt að finna kúlugat með því að raka hrossið.

Í samtali við Morgunblaðið segist Baldur geta tekið undir það að dauði folaldsins kunni að vera vafamál en dauða graðhestsins sé ekki hægt að útskýra sem náttúrulega dánarorsök. „Ég tel að þetta sé röng niðurstaða. Á hest­in­um er greini­legt að það hef­ur blætt úr bring­unni. Ef maður set­ur putt­ana á það svæði er ekk­ert nema blóð í feld­in­um. Hvaða nátt­úru­lega dánar­or­sök er það að það blæðir úr bring­unni á hross­inu? Þetta var ekki ná­kvæm rann­sókn og ég tel að hún sé röng. Dýra­lækn­ir verður þá líka að svara þeirri spurn­ingu: Út af hverju blæðir úr dýr­inu? “spyr Bald­ur og bæt­ir við að þetta hafi ekki verið nokk­urt vafa­mál í hug­um þeirra sem hefðu komið að og séð hræ­in. Voru þeir all­nokkr­ir.

Baldur hefur ekki fengið frekari svör frá lögreglu en þeir voru ekki búnir að hafa samband við hann eftir að niðurstaðan lá fyrir.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar