“Þetta var svolítið eins og að horfa á Almar í kassanum”

  • 29. október 2021
  • Fréttir

Knapar ársins 2020

Tilnefningar til afreksknapa ársins 2021 - Hestamenn spá í spilin

Verðlaunahátíð Landssambands hestamanna fer fram á morgun, laugardag, en hún er haldin á Hótel Natura og er hátíðin einungis fyrir boðsgesti. Að því tilefni fékk Eiðfaxi velvalda hestamenn til þess að spá í spilin um það hvaða knapar hljóta knapatitlana í ár. Bein útsending verður frá verðlaunaafhendingunni á Alendis TV.

 

Líney María Hjálmarsdóttir

Íþróttaknapi: Árni Björn t.d. sigur í tölti á Íslandsmóti

Skeiðknapi: get ekki gert uppá milli Tóta Ragnars eða Konna þeir áttu góða spretti á árinu.

Gæðingakeppni: Held það gæti verið gamli refur Diddi Bárðar, var í mörgum úrslitum þótt hann hafi ekki alltaf verið í 1 sæti.

Efnilegasti knapi: Flottasti frændi minn Guðmar Freyr það er bara engin spurning.

Kynbótaknapi: Árni Björn

Knapi ársins: Árni Björn

Hjörvar Ágústsson

Íþróttaknapi: Jakob Svavar Sigurðsson. Átti mjög gott ár á íþróttavængnum. Helsta vopna hans þetta árið var Hálfmáni f. Steinsholti, saman urðu þeir íslandsmeistarar í samanlögðum fjórgangsgreinum. Líka Íslandsmeistari á Kopar frá Fákshólum í T2. Hefðu svo sannarlega veit Jóhönnu Margréti samkeppni í fjórgangnum ef hann hefði klárað þau úrslit. Einstaklega nákvæmur knapi og fagmaður fram í fingurgóma.

Skeiðknapi: Konráð Valur Sveinsson. Konni er að verða einstakur skeiðreiðmaður. Gríðarlega farsæll í keppni á þessu ári eins og undanfarin ár. Það sem er merkilegt að hann er ekki bara með einn hest þó mest fari kannski fyrir Kjark heldur er hann líka ótrúlegur í því að búa til næsta afrekshest. Algjör unun að sjá hvernig hann fær alla hesta til að leggja sig fram á skeiði. Þórarinn Ragnarsson gerir líka sterkt tilkall á hryssu sinni Bínu f. Vatnsholti. Þeir sem þekkja sögu hryssunar vita hvernig ævintýri þetta er.

Gæðingaknapi: Af þeim sem tilnefndir eru þá held ég Daníel Jónsson. Sigrar B-flokk á fjórðungsmóti. Þórarinn Eymundsson átti líka mjög flottar sýningar.

Efnilegasti: Hafþór Hreiðar Birgisson. Íslandsmeistari í fimmgangi og gekk vel á árinu með ekki bara einn heldur marga hesta. Ansi lipur hestamaður og það sem mér finnst skipta gríðarlega miklu máli einstaklega duglegur og jákvæður. Ég kenni mikið í Spretti og það er alveg sama hvenær dags ég er þar alltaf er hann að þjálfa, hress og kátur.

Kynbótaknapi: Árni Björn Pálsson. Ekki spurning. Einstakur í því að laða það besta úr hverjum hesti. Finnst hann líka ná því mesta úr öllum hestum ekki bara þeim allra bestu.

Keppnishestabú: Íbishóll. 5 íslandsmeistaratitlar á hrossum frá Íbishól. Þarf ekkert að segja meir.

Knapi ársins: Árni Björn Pálsson. Kóngurinn á kynbótabrautinni. Íslandsmeistari í tölti með mettölur. Sigrar einstaklingskeppni í MD. Er ofarlega á flestum stöðum sem hann tók þátt. Einstaklega vandvirkur og mikill íþróttamaður

Kári Steinsson

Íþróttaknapi: Árni Björn Pálsson ríður 2 hrossum yfir 9 í tölti, sigurvegari Meistaradeildarinnar ásamt öðrum frábærum árangri.

Skeiðknapi: Sigursteinn Sumarliðason, sigrar flestar kappreiðar í 250m skeiði á árinu auk besta tíma ársins þar og sigrar 150m skeið í Meistaradeildinni.

Gæðingaknapi: Sigurbjörn Bárðason, með frábæran árangur bæði í A og B flokki á árinu.

Efnilegasti: Guðmar Freyr Magnússon, Íslandsmeistari í tölti, sigrar Fjórðungsmót, flottur árangur í A-flokki, sýndi hross í kynbótadóm í flottar tölur ásamt öðrum árangri.

Kynbótaknapi: Árni Björn Pálson er þar með yfirburði. Kemur enginn annar til greina. En mér finnst skrítið að Teitur Árnason hafi ekki fengið tilnefningu í þessum flokki, hann sýndi gríðarlega mikið af hrossum í flottar tölur í ár.

Keppnishestabú: Erfiðast fannst mér að skjóta á þetta en ég myndi halda Íbishóll. Hrossin þaðan voru áberandi á brautinni í sumar.

Knapi ársins: Árni Björn Pálsson er tvímælalaust knapi ársins með gríðarlegan árangur á öllum vígstöðvum. Sigrar Meistaradeildina, frábær árangur í Íþróttakeppni í sumar með Ljúf, Hátíð og Kötlu. Stóð sig vel í skeiðgreinum og svo yfirburðar árangur á kynbótabrautinni.

Rósa Birna Þorvaldsdóttir

Íþróttaknapi: Árni Björn

Gæðingaknapi: Daníel Jónsson

Kynbótaknapi: Árni Björn

Efnilegastur: Guðmar Freyr

Skeiðknapi: Konráð Valur

Keppnishestabú: íbishóll

Hrefna María Ómarsdóttir

Ég tel mig fylgjast ágætlega með en ég er ekki nógu dugleg að vera með allar facts og data á hreinu þannig ég byggi skoðun mína bara á algjörum sandi!

Íþróttaknapi: Ætli það sé ekki bara Eyrún Ýr – sérstaklega vegna þess að mig grunar töluvert að hún nái að pirra hina knapana óþægilega mikið þegar hún mætir á gamla brúnka og hann verður alltaf bara betri og betri! Sigur í fimmgang er mikið afrek að mínu mati. Töltmeistarinn Árni Björn er nú líka heitur hér.

Skeiðknapi: Ég bara ætla segja pass hér. Þetta eru alltof miklir kóngar til að velja einn.

Gæðingaknapi ársins: Haaaa var eitthvað gæðingamót ?? man ekki eftir því …

Kynbótaknapi ársins: Sko… má ekki setja hálfgert sama sem merki á það sem Árni Björn gerði í sumar og að klífa Evrest ? Að maðurinn hafi komið líkamlega heill út úr því að sýna öll þessi hross er hreinlega ótrúlegt. Er einhver búin að reikna út hvað þetta voru margir klukkutímar í hnakknum á brautinni? Mér var farið að þreytuverkja um allan líkamann fyrir hans hönd. En þetta var svolítið eins og að horfa á Almar í kassanum að stilla á Alendis. Hann alltaf í kassanum hvaða tíma dags …  ? 
En flottar sýningar hjá honum ætli hann sé ekki kóngurinn þó Þórarinn fari mikinn fyrir norðan líka.

Efnilegasti knapi ársins: Öll virkilega flottir og frambærilegir reiðmenn, hugsa þetta sé á milli Guðmars og Gyðu. Þau hafa verið eftirtektaverð.

Keppishestabú ársins: Þúfur – ekki spurning! Ótrúlega flott hross sem voru á brautinni í sumar vááá … toppuðu sig með æðislegri ræktunarbúsýningu á Fjórðungsmóti… já man það núna það var Fjórðungsmót…sorry með mig. Þá ætti Mette að vera Gæðingaknapi ársins. Hún var með haug af frábærum hrossum … en var að heyra hún væri ekki með íslenskan ríkisborgararétt og gæti því ekki fengið þessi verðlaun.

Knapi ársins: Það er enginn eins og Árni Björn ! Fjölhæfni hans er afar eftirtektarverð.    

Jón Kristófer Sigmarsson

Íþróttaknapi ársins: Árni Björn.. vegna meistaradeildar og tölt á íslandsmóti

Skeiðknapi: Benjamín sandur

Gæðingaknapi: Sigurbjön Bárðarson.. vegna velgengni á árinu með Nagla.

Efnilegasti knapinn: Guðmar Freyr , sigurvegari á FM og íslandsmeistari

Kynbótaknapi: Árni Björn

Keppnishestabú: Þúfur

Knapi ársins: Jakob Svavar. Falleg reiðmennska í meistaradeild og víðar. Hestarnir fallega reistir á lausum taum

Sigurður Markússon

Íþróttaknapi Árni Björn Pálsson vegna góðs árangurs í tölti Meistaradeild og íslandsmóti með Ljúf frá Torfunesi

Skeiðknapi Konráð Valur Sveinsson nánast ósigrandi í skeiði á Kjark frá Árbæjarhjáleigu

Gæðingaknapi Daníel Jónsson fyrir góðan árangur með Adrían frá Garðshorni

Efnilegasti Guðmar Freyr Magnússon fyrir góðan árangur með hestinn Sigurstein í tölti í ungmennaflokk á íslandsmóti

Kynbótaknapi Árni Björn Pálsson fyri frábæra sýningu með Kötlu frá Hemlu ásamt fleiri hrossum

Keppnishestabú Gangmyllan Syðri-Gegnishólar/Ketilstaðir

Knapi ársins Árni Björn Pálsson vegna góðs árangurs á árinu með Ljúf frá Torfunesi Kötlu frá Hemlu Jökul frá Breiðholti Ljósvaka frá Valstrýtu

 

Ingimar Baldvinsson

Íþróttaknapi: Árni Björn Pálsson

Skeiðknapi: Konráð Valur Sveinsson

Gæðingaknapi: Myndi halda að Þórarinn hefði það en það var engin afgerandi.

Efnilegasti: Guðmar Freyr fjölhæfur og flottur.

Kynbótaknapi: Ef árangur af sýningum! Árni Björn, Ef árangur af sýningum úr eigin þjálfun Þorgeir Ólafsson

Keppnishestabú: Íbishóll eða Þúfur

Knapi ársins: Árni Björn Pálsson

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar