Úrslit frá folaldasýningu Hrossaræktarfélags Austur Landeyja

  • 27. nóvember 2021
  • Fréttir
Bjartmar frá Hvolsvelli valin folald sýningar

Folaldasýning hrossaræktarfélags Austur Landeyja var haldin 13. nóvember. Þáttaka var góð þótt að veðrið hafi ekki sýnt sínar bestu hliðar.

 

Efsta hestfolald sýningar var Bjartmar frá Hvolsvelli, faðir Jarl frá Árbæjarhjáleigu móðir Hátíð frá Forsæti, ræktendur eru Úlfar Albertsson og Jónína Kristjánsdóttir. Bjartmar var einnig valin folald sýningar.

Annar varð Þorlákur Svanavatni, faðir Skýr frá Skálakoti móðir Hending frá Eyjarhólum, ræktendur eru Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir og Hlynur Guðmundsson.

Þriðji varð svo Myrkvar Skíðbakka 1a, faðir Marel frá Aralind móðir Tinna frá Kimbastöðum, ræktendur eru Birgir Ægir og Birgitta Bjarnadóttir.

Efstu hestfolöld

Ræktendur og eigendur efstu hestfolalda

Í flokki hryssna stóð efst Glókolla frá Hólmum, faðir Stormur frá Leirulæk móðir Kolfreyja frá Hólmum ræktendur Axel Sveinbjörnsson og Silja Ágústsdóttir

Önnur varð Bríet frá Skíðbakka 1, faðir Gnýr frá Skíðbakka móðir Drottning frá Tjörfastöðum ræktendur Rútur Pálsson og Guðbjörg Albertsdóttir

Þriðja varð svo Skjaldbreið frá Skíðbakka 3, faðir Apollo frá Haukholtum móðir Suðurey frá Skíðbakka ræktendur Erlendur Árnason og Sara Pesenacker.

 

Efstu merfolöld

Ræktendur og eigendur efstu merfolalda

Ásmundur Þórisson og Vignir Siggeirsson voru dómarar dagsins, hér eru þeir ásamt Davíð. Þeim eru þökkuð góð störf.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar