Ráslistinn klár fyrir fjórganginn
Ragnhildur Haraldsdóttir sigraði fjórganginn í fyrra á Vák frá Vatnsenda en í ár mætir hún með Úlf frá Mosfellsbæ
Dregið var í rásröð í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í kvöld. Keppnin fer fram á Ingólfshvoli á morgun en hún hefst klukkan 19:00. Hægt verður að horfa á mótið í beinni bæði á RÚV2 og á Alendis en vegna samkomutakmarkana eru engir áhorfendur leyfðir í höllina.
Af þeim pörum sem voru í úrslitum í fyrra eru engin skráð til leiks í ár. Ljóst er á knapa- og hestakosti að keppnin ætti að verða spennandi og erfitt að spá fyrir um hver ber sigur úr býtum.
Ráslisti – Fjórgangur
| Nr. | Knapi | Hestur | Lið |
| 1 | Flosi Ólafsson | Tími frá Breiðabólsstað | Hrímnir/Hest.is |
| 2 | Sara Sigurbjörnsdóttir | Fluga frá Oddhóli | Auðsholtshjáleiga |
| 3 | Jakob Svavar Sigurðsson | Hraunar frá Vorsabæ II | Hjarðartún |
| 4 | Sigursteinn Sumarliðason | Fjöður frá Hrísakoti | Skeiðvellir/Storm Rider |
| 5 | Mette Mannseth | Skálmöld frá Þúfum | Þjóðólfshagi/Sumarliðabær |
| 6 | Teitur Árnason | Taktur frá Vakurstöðum | Top Reiter |
| 7 | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir | Flóvent frá Breiðstöðum | Ganghestar/Margrétarhof |
| 8 | Pierre Sandsten-Hoyos | Aðgát frá Víðivöllum fremri | Hestvit/Árbakki |
| 9 | Ásmundur Ernir Snorrason | Hlökk frá Strandarhöfði | Auðsholtshjáleiga |
| 10 | Helga Una Björnsdóttir | Fluga frá Hrafnagili | Hjarðartún |
| 11 | Hanna Rún Ingibergsdóttir | Grímur frá Skógarási | Top Reiter |
| 12 | Ragnhildur Haraldsdóttir | Úlfur frá Mosfellsbæ | Ganghestar/Margrétarhof |
| 13 | Páll Bragi Hólmarsson | Vísir frá Kagaðarhóli | Skeiðvellir/Storm Rider |
| 14 | Ólafur Ásgeirsson | Glóinn frá Halakoti | Þjóðólfshagi/Sumarliðabær |
| 15 | Hinrik Bragason | Útherji frá Blesastöðum 1A | Hestvit/Árbakki |
| 16 | Arnar Bjarki Sigurðarson | Örn frá Gljúfurárholti | Hrímnir/Hest.is |
| 17 | Elvar Þormarsson | Kostur frá Þúfu í Landeyjum | Hjarðartún |
| 18 | Þórdís Erla Gunnarsdóttir | Fengur frá Auðsholtshjáleigu | Auðsholtshjáleiga |
| 19 | Árni Björn Pálsson | Frár frá Sandhól | Top Reiter |
| 20 | Glódís Rún Sigurðardóttir | Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum | Ganghestar/Margrétarhof |
| 21 | Janus Halldór Eiríksson | Sigur frá Laugarbökkum | Skeiðvellir/Storm Rider |
| 22 | Sigurður Sigurðarson | Leikur frá Vesturkoti | Þjóðólfshagi/Sumarliðabær |
| 23 | Viðar Ingólfsson | Galdur frá Geitaskarði | Hrímnir/Hest.is |
| 24 | Gústaf Ásgeir Hinriksson | Ási frá Hásæti | Hestvit/Árbakki |
Ráslistinn klár fyrir fjórganginn
Minningarorð um Ragnar Tómasson