Liðakynning heldur áfram fyrir Meistaradeild æskunnar

  • 2. febrúar 2022
  • Fréttir
Næstu lið sem kynnt eru til leiks eru S4S, Toyota Reykjanesbær og Helgatún/Fákafar

Meistaradeild Líflands og æskunnar hefst 6 febrúar á keppni í fjórgangi í TM höllinni í Fáki. Á heimasíðu deildarinnar er byrjað að kynna liðin og knapana sem munu taka þátt í deildinni í vetur.

Eiðfaxi heldur áfram með liðakynning en næstu þrjú lið sem kynnt eru til leiks eru; Helgatún / Fákafar, S4S og Toyota Reykjanesbæ

Helgatún/Fákafar

Þetta er lið sem var í deildinni í fyrravetur, þó aðeins öðruvísi skipað í ár. Þær Sigurbjörg og Eydís Ósk halda áfram en tveir knapar koma til liðs við þær, annars vegar Natalía Rán úr liði Nettó og hins vegar Kristín Eir sem er nýliði í deildinni.

Nafn: Sigurbjörg Helgadóttir
Félag: Fákur
Markmið: Að gera mitt bersta
Mottó: Æfingin skapar meistarann
Fyndnasti hestamaðurinn: Úff ég veit ekki það eru svo margir
Hvað verður þú að gera eftir 10 ár: Örugglega búin að útskrifast af Hólum eða að klára dýralæknanám.
 
Nafn : Kristín Eir Hauksdóttir Holaker
Félag : Borgfirðingur
Markmið : Gera mitt besta í öllum greinum
Mottó : Brostu framan í heimin þá mun heimurinn brosa framan í þig.
Fyndnasti hestamaðurinn : Ólafur Flosason
Hvað verður þú að gera eftir 10 ár : stefni á að verða útskrifuð frá Hólum, atvinnukona í faginu
Nafn : Eydís Ósk Sævarsdóttir
Félag : Hörður
Markmið : Að standa mig vel
Mottó : Hakuna matata
Fyndnasti hestamaðurinn : Súsanna Katarína Sand Guðmundsdóttir
Hvað verður þú að gera eftir 10 ár : Mig langar að vera reiðkona, leikkona og tónlistarkona
Nafn – Natalía Rán Leonsdóttir.
Félag – Hörður.
Markmið – Skora betur en ég hef áður gert.
Mottó – „Do the best you can until you know better, when you know better, do better.“
Fyndnasti hestamaðurinn – Hanna Rún.
Hvað verður þú að gera eftir 10 ár – Vinna við að þjálfa og rækta hesta.

S4S

Lið S4S skipa fjórar stúlkur úr Mána, Sleipni og Skagfirðingi sem allar eru nýliðar í deildinni en þó með töluverða keppnisreynslu.

Nafn: Helena Rán Gunnarsdóttir

Félag: Hestamannafélagið Máni
Markmið: Að vera vel undirbúin og gera mitt besta
Mottó: Að hika er sama og að tapa
Fyndnasti hestamaðurinn: Bergur Jónsson
Hvað verður þú að gera eftir 10 ár: Það verður tíminn að leiða í ljós

Nafn: Svandís Aitken Sævarsdóttir

Félag: Hestamannafélagið Sleipnir
Markmið: Að standa sig
Mottó: Að gera sitt besta
Fyndnasti hestamaðurinn: Guðmundur Guðmundsson
Hvað verður þú að gera eftir 10 ár: Vonandi að vinna við hesta

Nafn: Glódís Líf Gunnarsdóttir

Félag: Hestamannafélagið Máni
Markmið: Gera mitt besta hverju sinni
Mottó: Work hard in silence and let success make the noise
Fyndnasti hestamaðurinn: Gunnar Guðmundsson
Hvað verður þú að gera eftir 10 ár: Þjálfa og rækta í Breiðumýrarholtinu

 

Nafn: Þórgunnur Þórarinsdóttir

Félag: Skagfirðingur
Markmið: Standa mig vel í keppni
Mottó: Believe in your self, because if you don’t nobody else will
Fyndnasti hestamaðurinn: Erfitt að velja einn
Hvað verður þú að gera eftir 10 ár: Ég verð vonandi að þjálfa og temja góða hesta

 

Toyota Reykjanesbæ

Toyota Reykjanesbæ er nýtt lið í deildinni í vetur og það eru fjórar stúlkur úr öllum áttum sem skipa liðið.

Nafn: Auður Karen Auðbjörnsdóttir

Félag: Léttir

Markmið: Mig langar að ná góðum árangri í keppni í ræktun og á kynbótabrautinni

Mottó: Þetta reddast

Fyndnasti hestamaðurinn: Klárlega Siggi Sig

Hvað verður þú að gera eftir 10 ár: Vonandi að temja, sýna og keppa á heima ræktuðum hrossum

 

Nafn: Júlía Björg Gabaj Knudsen

Félag: Sörli

Markmið: Gera mitt besta

Mottó: Það gerist ekki neitt ef þú gerir ekki neitt

Fyndnasti hestamaðurinn: Tryggvi Björns

Hvað verður þú að gera eftir 10 ár: Í hesthúsinu

 

Nafn: Svala Rún Stefánsdóttir

Félag: Fákur

Markmið: Ná góðum árangri.

Mottó: Ekki verða fyrir vonbrigðum yfir einhverju sem þú lagðir þig ekki fram í.

Fyndnasti hestamaðurinn: Það kæmi mér ekki á óvart að ég væri frekar ofarlega á listanum hjá öllum þeim sem ég þekki, annars getur Unnur Erla verið skemmtileg.

Hvað verður þú að gera eftir 10 ár: Það veit ég ekki, samt alveg örugglega bara í hesthúsinu.

Nafn: Unnur Erla Ívarsdóttir

Félag: Fákur

Markmið: Bæta mig

Mottó: Betra að vera sein og sæt heldur en fljót og ljót

Fyndnasti hestamaðurinn: Svala Rún

Hvað verður þú að gera eftir 10 ár: Ekki hugmynd

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar