Lið Hrímnis stigahæsta liðið

  • 5. febrúar 2022
  • Fréttir
Meistaradeild Ungmenna og Dýralækna Sandhólaferju 2022

Meistaradeild Ungmenna og dýralækna Sandhólaferju fór fram í gær á Ingólfshvoli í Ölfusi. Keppt var í fjórgangi en Benedikt Ólafsson á Biskupi frá Ólafshaga vann keppnina og keppti hann fyrir lið Hrímnis. Deildin er einungist liðakeppni en fjórir knapar er í hverju liði og keppa þeir allir en einugis þrír efstu telja til stiga. Lið Hrímnis var stigahæsta lið kvöldsins með 65 stig en liðsmenn eru þau Benedikt, Signý Sól Snorradóttir sem endaði í öðru sæti, Hulda María Sveinbjarnardóttir og Sigurður Baldur Ríkharðsson en þau bæði voru í b úrslitum.

Næsta á eftir liði Hrímnis er lið Sunnuhvols en það endaði með 56,5 stig eftir kvöldið. Liðsmenn eru Glódís Rún Sigurðardóttir, Kristján Árni Birgisson, Sigrún Högna Tómasdóttir og Védís Huld Sigurðardóttir.

Staðan í liðakeppninni eftir fjórganginn: 
Team Hrímnir 65 stig
Team Sunnuhvoll 56,5 stig
Hjarðartún 50,5 stig
Team Josera 43,5 stig
Krani og Tæki 32 stig
Team Hófadynur 25,5 stig
Lið Equsana 17 stig
GS hestavörur 11 stig

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar