Árni vann fimmganginn

Þriðja mót Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum fór fram í kvöld. Frá og með deginu í dag var öllum
takmörkunum og opinberum sóttvarnaraðgerðum aflétt sem gaf leyfi fyrir áhorfendum. Fjöldi manns mætti og var ágætis stemming í höllinni. Aðstæður fyrir knapa í upphitun hafa líklega aldrei verið verri, úrkoma, haglél, klaki og allt á floti.
Það voru ofurparið Árni Björn og Katla sem stóðu efst eftir forkeppni með einkunina 7.43. Mjótt var á munum í úrslitum en Árni Björn og Katla héldu sínu sæti og stóðu upp sem sigurvegarar kvöldsins með einkunina 7.36. Í öðru sæti urðu Glódís Rún og Snillingur frá Íbíshól með einkunina 7.31 og í því þriðja urðu Hinrik Bragason og Telma frá Árbakka með 7.26 í einkun.
Tvö lið stóð jöfn að stigum eftir kvöldið en lið Ganghesta/Margrétarhofs og lið Auðsholtshjáleigu en þau fengu hvor um sig 51 stig og deila því liðaplattanum fyrir fimmganginn. Lið Top Reiter trónir enn á toppnum í liðakeppninni með 143 stig og stigahæsti knapinn eftir þrjár keppnisgreinar er sigurvegari kvöldsins Árni Björn Pálson með 21 stig.
Niðurstöður – Fimmgangur – Meistaradeild í hestaíþróttum
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Árni Björn Pálsson Katla frá Hemlu II 7,36
2 Glódís Rún Sigurðardóttir Snillingur frá Íbishóli 7,31
3 Hinrik Bragason Telma frá Árbakka 7,26
4 Sara Sigurbjörnsdóttir Flóki frá Oddhóli 7,21
5 Teitur Árnason Auðlind frá Þjórsárbakka 7,17
6 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli 6,95
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Árni Björn Pálsson Katla frá Hemlu II 7,43
2-3 Sara Sigurbjörnsdóttir Flóki frá Oddhóli 7,10
2-3 Glódís Rún Sigurðardóttir Snillingur frá Íbishóli 7,10
4 Hinrik Bragason Telma frá Árbakka 6,90
5 Teitur Árnason Auðlind frá Þjórsárbakka 6,87
6 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli 6,80
7 Þórarinn Eymundsson Þráinn frá Flagbjarnarholti 6,77
8 Viðar Ingólfsson Eldur frá Mið-Fossum 6,70
9 Ásmundur Ernir Snorrason Páfi frá Kjarri 6,63
10-12 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Jökull frá Breiðholti í Flóa 6,57
10-12 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Silfurskotta frá Sauðanesi 6,57
10-12 Sigurður Vignir Matthíasson Sproti frá Vesturkoti 6,57
13-14 Þórarinn Ragnarsson Ronja frá Vesturkoti 6,53
13-14 Hans Þór Hilmarsson Sindri frá Hjarðartúni 6,53
15 Gústaf Ásgeir Hinriksson Blesa frá Húnsstöðum 6,50
16 Sigursteinn Sumarliðason Cortes frá Ármóti 6,43
17 Mette Mannseth Kalsi frá Þúfum 6,37
18-19 Arnar Bjarki Sigurðarson Álfaskeggur frá Kjarnholtum I 6,27
18-19 Matthías Leó Matthíasson Heiðdís frá Reykjum 6,27
20 Jakob Svavar Sigurðsson Hafliði frá Bjarkarey 6,17
21 Pierre Sandsten Hoyos Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu 6,13
22 Konráð Valur Sveinsson Seiður frá Hólum 5,97
23 Benjamín Sandur Ingólfsson Smyrill frá V-Stokkseyrarseli 5,90
24-25 Davíð Jónsson Alrún frá Dalbæ 5,70
24-25 Sigurður Sigurðarson Hallsteinn frá Þjóðólfshaga 1 5,70
26 Hanna Rún Ingibergsdóttir Júní frá Brúnum 0,00