Fyrsta tía ársins í hæfileikadómi

  • 4. júní 2022
  • Fréttir
Vorsýningar

Kynbótahross voru dæmd á tveimur stöðum í vikunni annars vegar á Hólum í Hjaltadal og hinsvegar á Gaddstaðaflötum við Hellu. Á yfirlitssýningu á Gaddstaðaflötum hlaut Álfamær frá Prestsbæ einkunnina 10 fyrir skeið sýnd af Árna Birni Pálssyni.

Álfamær er sjö vetra gömul undan Spuna frá Vesturkoti og Þóru frá Prestsbæ en bæði Spuni og Þóra hlutu 10 fyrir skeið í kynbótadómi. Ræktendur Álfameyjar eru Inga og Inger Jensen (Prestsbær ehf). en eigendur eru Árni Björn Pálsson og Anja Egger-Meier.

Alls hafa 36 hross hlotið einkunnina 10,0 fyrir skeið frá upphafi dóma.

IS2015201167 Álfamær frá Prestsbæ
Örmerki: 352206000099011
Litur: 3400 Jarpur/rauð- einlitt
Ræktandi: Inga & Ingar Jensen, Prestsbær ehf
Eigandi: Árni Björn Pálsson, Egger-Meier Anja
F.: IS2006187114 Spuni frá Vesturkoti
Ff.: IS2001187660 Álfasteinn frá Selfossi
Fm.: IS1999225029 Stelpa frá Meðalfelli
M.: IS2003201166 Þóra frá Prestsbæ
Mf.: IS1986186055 Orri frá Þúfu í Landeyjum
Mm.: IS1993258300 Þoka frá Hólum
Mál (cm): 144 – 132 – 137 – 64 – 144 – 38 – 51 – 44 – 6,3 – 29,0 – 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,7 – V.a.: 8,3
Sköpulag: 8,5 – 8,5 – 8,5 – 9,0 – 9,0 – 8,5 – 8,0 – 8,5 = 8,59
Hæfileikar: 9,0 – 9,0 – 10,0 – 8,0 – 7,5 – 9,5 – 9,0 – 8,5 = 9,02
Hægt tölt: 8,5

Aðaleinkunn: 8,87
Hæfileikar án skeiðs: 8,85
Aðaleinkunn án skeiðs: 8,75
Sýnandi: Árni Björn Pálsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar