Landsmót 2024 Gullbjörninn hafði það

  • 8. júlí 2022
  • Fréttir
Sigurbjörn náði besta tímanum í síðasta spretti.

Sigurbjörn Bárðarson varð sjötugur í febrúar á þessu ári og það má telja nokkuð óvenjulegt að íþróttamaður sé enn í fremstu röð í íþrótt sinni á þeim aldri. Þetta sýnir hve mögnuð íþrótt hestaíþróttin er en Sigurbjörn tryggði sér rétt í þessu Landsmótssigur í 150m skeiði á tímanum 14,17 sek. Þessum tíma náði hann í síðasta spretti kappreiðanna en hann var í síðasta riðli ásamt Þórarni Ragnarssyni sem fram að því var með bestan tíma 14,37 sek á Bínu frá Vatnsholti. Þetta sýnir baráttuanda þessa síunga íþróttamanns sem á ótrúlegan feril að baki. Þriðji varð Konráð Valur Sveinsson á Tangó frá Litla-Garði  á tímanum 14,43 sek.

Niðurstöður 150m skeiðsins eru eftirfarandi:

Sæti Keppandi Hross 4. sprettur Betri sprettur Einkunn
1 Sigurbjörn Bárðarson Vökull frá Tunguhálsi II 14,17 14,17 7,83
2 Þórarinn Ragnarsson Bína frá Vatnsholti 0,00 14,37 7,63
3 Konráð Valur Sveinsson Tangó frá Litla-Garði 14,43 14,43 7,57
4 Gústaf Ásgeir Hinriksson Rangá frá Torfunesi 14,74 14,74 7,26
5 Árni Björn Pálsson Seiður frá Hlíðarbergi 14,75 14,75 7,25
6 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 15,03 14,81 7,19
7 Ingibergur Árnason Flótti frá Meiri-Tungu 1 0,00 14,81 7,19
8 Teitur Árnason Styrkur frá Hofsstaðaseli 14,97 14,97 7,03
9 Helgi Gíslason Hörpurós frá Helgatúni 0,00 14,97 7,03
10 Glódís Rún Sigurðardóttir Blikka frá Þóroddsstöðum 14,98 14,98 7,02
11 Þórarinn Eymundsson Gullbrá frá Lóni 15,06 15,06 6,94
12 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Óskastjarna frá Fitjum 15,21 15,21 6,79
13 Þorgeir Ólafsson Ögrunn frá Leirulæk 0,00 15,49 6,51

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar