„Hann getur miklu meira en þetta“

„Þetta er bara geggjað. Uppskera. Búin að vera þjálfa lengi í allan vetur og í sumar og ná svo að landa þessu. Það er bara geggjað,“ segir Glódís Rún Sigurðardóttir Íslandsmeistari í tölti í ungmennaflokki en hún var á Drumbi frá Víðivöllum fremri.
„Drumbur er með einstaka útgeislun og fótaburð. Þetta er X faktor hestur. Það er geggjuð tilfinning að sitja á honum. Ég veit alveg hvað þessi hestur getur og getur eiginlega miklu meira en þetta. Það var gaman að þetta skildi takast núna. Þetta er mikil reið og hann eyðir næstum því allri sinni orku í hæga töltið þannig að mesta áskorunin var að ná að klára úrslitin alveg“
Benedikt Ólafsson endaði í öðru sæti á Biskupi frá Ólafshaga en það eru ekki nema rétt tvær vikur síðan þau Benedikt og Glódís voru að keppa um sigur í ungmennaflokkinum á Landsmótinu. Þá hafði Benedikt betur en í þetta skiptið hreppti Glódís gullið.
A úrslit – Tölt T1 – Ungmennaflokkur – Niðurstöður
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Glódís Rún Sigurðardóttir Drumbur frá Víðivöllum fremri 8,17
Hægt tölt 9,00 9,00 8,50 8,50 8,50
Tölt með hraðamun 8,00 7,00 8,00 7,50 8,00
Greitt tölt 7,50 8,00 8,00 8,00 8,00
2 Benedikt Ólafsson Biskup frá Ólafshaga 8,00
Hægt tölt 7,50 7,50 8,00 7,50 7,00
Tölt með hraðamun 8,00 8,50 8,00 8,00 8,00
Greitt tölt 8,50 8,50 9,00 8,00 8,50
3 Signý Sól Snorradóttir Kolbeinn frá Horni I 7,78
Hægt tölt 7,50 8,00 8,50 7,00 7,50
Tölt með hraðamun 8,00 7,50 8,00 7,00 8,00
Greitt tölt 7,50 7,00 8,00 8,00 8,50
4 Védís Huld Sigurðardóttir Stássa frá Íbishóli 7,67
Hægt tölt 7,00 7,50 8,00 7,50 7,50
Tölt með hraðamun 8,00 8,00 7,50 7,00 7,50
Greitt tölt 8,00 8,50 7,50 7,50 8,00
5 Katla Sif Snorradóttir Bálkur frá Dýrfinnustöðum 7,44
Hægt tölt 7,50 7,50 8,00 7,00 7,50
Tölt með hraðamun 7,00 7,50 7,50 7,00 7,50
Greitt tölt 7,50 8,00 6,50 7,00 8,00
6 Arnar Máni Sigurjónsson Sigð frá Syðri-Gegnishólum 7,22
Hægt tölt 7,00 7,50 7,50 7,00 7,00
Tölt með hraðamun 7,00 7,00 7,00 7,00 6,50
Greitt tölt 7,50 7,50 7,50 7,50 7,50
7 Freydís Þóra Bergsdóttir Ösp frá Narfastöðum 7,11
Hægt tölt 7,00 7,00 7,50 6,50 7,00
Tölt með hraðamun 7,00 7,50 7,00 6,50 6,50
Greitt tölt 8,00 7,50 7,50 7,50 7,50