„Þetta er rosalega erfið grein úthaldslega séð“

„Mér líður mjög vel,“ segir Árni Björn Pálsson Íslandsmeistari í tölti 2022 á Ljúfi frá Torfunesi. Jóhanna Margrét Snorradóttir á Bárði frá Melabergi gerðu góða atlögu að titlinum en eftir hæga töltið voru þau jöfn með 9,0 í einkunn. Árni Björn segist þó ekki hafa verið stressaður. „Ég pæli aldrei í tölunum á meðan úrslitin standa yfir. Reyni að gera hvert atriði eins vel og ég get, meira get ég ekki gert.“ Þetta var sjöundi Íslandsmeistaratitilinn sem Árni Björn vinnur í tölti og voru þeir Ljúfur titilverjendur.
Nú eru tvær vikur síðan Árni Björn og Ljúfur kláruðu tölt úrslit á Landsmóti þar sem þeir stóðu einnig efstir. Það getur verið erfitt að toppa tvisvar með stuttu millibili en Árni Björn og Ljúfur náðu því svo sannarlega. „Ég var með hann í léttri þjálfun á milli móta. Hann er að sinna hryssum líka sem tekur tíma. Ég einblíndi á að halda honum í léttu trimmi og svo tókum við einn lengri túr þar sem ég teymdi hann á hjóli. Annars bara létt trimm á milli mótanna til að halda þolinu.“
„Þetta er rosalega erfið grein úthaldslega séð. Þú ert að biðja hestinn um að ganga í söfnun lengi og svo skjótast upp og niður í hraðabreytingum og enda á yfirferðar tölti. Þetta er líkamlega erfitt og það þarf sterkan, viljugan og þjálan hest í þetta verkefni. Það getur enginn gert prógram í tölti á hæsta leveli nema hesturinn sé þjáll. Það skiptir svo mikilu máli.“
A úrslit – Tölt – Meistaraflokkur – Niðurstöður
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Árni Björn Pálsson Ljúfur frá Torfunesi 9,22
Hægt tölt 9,00 8,50 9,00 9,00 9,00
Tölt með hraðamun 9,00 9,50 9,00 9,00 9,50
Greitt tölt 9,50 9,50 9,50 9,50 9,50
2 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bárður frá Melabergi 8,89
Hægt tölt 9,00 9,00 9,00 9,00 9,00
Tölt með hraðamun 8,50 9,00 9,00 8,50 9,00
Greitt tölt 9,00 9,00 8,00 8,50 9,00
3 Helga Una Björnsdóttir Fluga frá Hrafnagili 8,67
Hægt tölt 8,00 8,50 8,00 8,00 8,50
Tölt með hraðamun 8,50 9,00 8,50 9,00 8,50
Greitt tölt 9,00 9,50 9,00 9,50 9,00
4-5 Leó Geir Arnarson Matthildur frá Reykjavík 8,33
Hægt tölt 8,00 8,50 8,00 8,00 8,00
Tölt með hraðamun 8,50 8,50 8,00 8,50 8,50
Greitt tölt 8,50 9,00 8,50 8,50 8,50
4-5 Páll Bragi Hólmarsson Vísir frá Kagaðarhóli 8,33
Hægt tölt 8,50 9,50 8,50 8,50 8,00
Tölt með hraðamun 8,50 8,00 8,50 7,50 8,00
Greitt tölt 8,50 8,00 8,50 8,50 8,00
6 Teitur Árnason Taktur frá Vakurstöðum 8,17
Hægt tölt 8,50 8,00 8,00 8,50 8,50
Tölt með hraðamun 8,00 7,50 8,50 8,00 8,00
Greitt tölt 8,50 7,50 8,00 8,50 8,00