A-Landsliðshópur Íslands

  • 27. október 2022
  • Fréttir

A-Landsliðshópur Íslands í hestaíþróttum fyrir árið 2023

Átján knapar skipa A-Landsliðshóp Íslands í hestaíþróttum fyrir árið 2023

Landslið Íslands var tilkynnt í dag í hádeginu en í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að horfa á kynninguna í heild sinni.

Landsliðshópurinn er að þessu sinni 18 knapar og er saman settur af fjórum titilverjendum og 14 aðilum sem valdir voru í hópinn.

“Þegar hópurinn er valinn er hann valinn út frá stöðulista og væntingum gagnvart ákveðnum pörum. Þjálfari spáir í styrkleika mótherja sem eru að mæta okkur og spáir í hvar okkar sóknarfæri liggja fyrir og að hluta til gengur það inn í þegar val landsliðsins fer fram. Velja sterkt inn á þann vettvang sem við teljum okkur best borgið,” sagði landsliðsþjálfarinn Sigurbjörn Bárðason áður en hann tilkynnti hvaða knapar væru í liðinu en hér fyrir neðan er listi með þeim átján knöpum sem skipa A Landsliðshóp Íslands í hestaíþróttum fyrir árið 2023

Titlverjendur:

Benjamín Sandur Ingólfsson
Guðmundur Friðrik Björgvinsson
Konráð Valur Sveinsson
Teitur Árnason

Landsliðsval:

Árni Björn Pálsson
Ásmundur Ernir Snorrason
Bergþór Eggertsson
Elvar Þormarsson
Eyrún Ýr Pálsdóttir
Hans Þór Hilmarsson
Helga Una Björnsdóttir
Jakob Svavar Sigurðsson
James Bóas Faulkner
Jóhanna Margrét Snorradóttir
Ragnhildur Haraldsdóttir
Sara Sigurbjörnsdóttir
Sigursteinn Sumarliðason
Viðar Ingólfsson

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar